Svívirða við þjóðina og lýðræðið og hefur ekkert með ICESAVE að gera

Það að forsætisráðherra og fjármálaráðherra lýsi því yfir að þau ætli ekki að sýna lýðræðinu þá virðingu að mæta á kjörstað í opinberum kosningum er auðvitað svívirða við þjóðina og lýðræðið og hefur ekkert með ICESAVE að gera.

Þjóðin fór fram á að fá að kjósa. Þjóðin fær að kjósa. Það er lýðræði. Það að forsætisráðherra tali fyrir því að opinberar kosningar séu hundsaðar er lítilvirðing og brottrekstrarsök að mínu mati.

Það var á hreinu í upphafi þessa kjörtímabils að það yrðu mörg mál mjög erfið og því eðlilegt að ríkisstjórninni gengi erfiðlega að koma sumum alla leið. Ég hef skilning á því í núverandi ástandi.

Ég studdi áframhaldandi veru ríkisstjórnarinnar þangað til núna fyrir nokkrum dögum þegar Jóhanna og Steingrímur fóru að tala niður kosninguna og þegar þau sögðust ekki ætla að mæta tók steininn úr. Mér finnst það hreinn dónaskapur gagnvart þjóðinni og mjög alvarlegt. Þau hafa algerlega misst virðingu mína og fara vonandi frá sem fyrst. Vandamálið er hvað við fáum í staðinn. Það lítur ekkert sérstaklega vel út.


mbl.is Steingrímur: Ólíklegt að ég kjósi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Í grein frá 18. janúar 2010 segir Sigurður Líndal Lagaprófessor emeritus; 

"Ef hins vegar þrátefli verður milli forseta og Alþingis, þannig að Alþingi samþykki þegar í stað lög, sem forseti hefði synjað lítið breytt og þrátefli yrði, vakna spurningar um hvernig eigi að hemja Alþingi. Það yrði bezt gerð með því að koma á fót stjórnlagadómstól. Annars eru ekki önnur úrræði en kjósendur taki í taumana."

Nú er mér spurn, er það virkilega svo að Steingrímur hafi hugsað sér að gera nýja samninga, lítið breytta og keyra þá í gegn, án þjóðaratkvæðagreiðslu?

sandkassi (IP-tala skráð) 5.3.2010 kl. 14:23

2 identicon

BÓFAflokkurinn bíður á hliðarlínunni til að leysa af Lady GAGA & SteinFREÐ - frosinn heili - ég efa það að nokkurn tímann muni sjást jafn LÉLEG ríkisstjórn og þetta DRASL - Samspillingin er því miður ekki "stjórntækur FLokkur" og nú er mál að linni - farið hefur FÉ betra..!

kv. Heilbrigð skynsemi (fun.blog.is)

Jakob Þór Haraldsson (IP-tala skráð) 5.3.2010 kl. 14:47

3 Smámynd: Sigurður Viktor Úlfarsson

Að mínu mati er núna þjóðaratkvæðagreiðsla vegna þess að fólkið fór fram á það.

Ef það verður gerður nýr samningur, hann afgreiddur í þinginu og um hann er það mikil sátt að umtalsverður fjöldi fólks fer ekki fram á þjóðaratkvæðagreiðslu þá tel ég eðlilegt að forseti staðfesti lögin frá Alþingi.

Mér finndist óeðlilegt ef forseti færi að hafa frumkvæði að því að vísa þessu til þjóðarinnar nema ef eitthvað MJÖG sérstakt væri í gangi.  ICESAVE eru ekki slíkar aðstæður.

Fari hins vegar þjóðin fram á það aftur að fá að greiða atkvæði þá á hún að fá það eins oft og hún biður um það.

Hún ræður.

Sigurður Viktor Úlfarsson, 5.3.2010 kl. 22:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband