Hvað gerum við ef við lendum í sporum Spánar?

Spánn er í ESB og notast við Evruna sem gjaldmiðil.  Þar er nú heljarinnar kreppa, ekki síður en á Íslandi.  Vandamál Spánverja er að vegna þess að þeir notast við Evruna þá lagar hún sig ekki að efnahagssveiflum landsins.

Á Íslandi hefur gengi íslensku krónunnar hrunið í tengslum við slæmt efnahagsástand.  Það þýðir að framleiðslan í landinu verður samkeppnishæfari á alþjóðavettvangi og viðskipti aukast smám saman á mörgum sviðum.  Þetta flýtir fyrir því að við komumst upp úr kreppunni.  Gallinn við þetta er að sveiflur eru miklar.

Spánn hefur Evruna og er þannig hluti af stærri heild.  Evrópski seðlabankinn gerir ekkert til að bregðast við kreppunni þar sem hún nær ekki yfir alla Evrópu og ef hann færi að bregðast við þá gæti það haft ofþennsluáhrif annars staðar.  Þetta þýðir að samkeppnishæfni Spánar batnar ekki (eins og í tilfelli Íslands) og því sjá þeir fram á að þurfa líklega að lækka laun töluvert til að bæta samkeppnisstöðu sína til að ná sér upp úr kreppunni.  Þetta þýðir auðvitað að kaupmáttur dregst saman sem nemur lækkuninni.  Allt þetta þýðir að það mun taka Spán langan tíma að komast upp úr lægðinni.  Það sama er að segja um Portúgal, Grikkland, Ítalíu og nú síðast Austurríki og Írland.  Stór hluti Austur-Evrópu er einnig í vondum málum.

Íslenska krónan mun því tryggja okkur stuttar en djúpar efnahagssveiflur bæði upp á við og niður á við.  Evran mun gefa grynnri en lengri efnahagssveiflur.  Nú er bara að velja.


mbl.is Deilt um þjóðaratkvæðagreiðslur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lúðvík Júlíusson

Fljótandi gengi er fræðilega alveg frábær lausn.  En það hefur marga galla, bæði efnahagslega og lýðræðislega!!!  Fljótandi gengi virkar nefnilega sem skattur eða styrkur!!!  Skattar sem Alþingi hefur aldrei samþykkt!!! Skattar sem eru teknir á þann hátt að hann sést ekki á launaseðli!!  Skattur sem innheimtur er á þennan hátt telst í alla staði mjög ólýðræðislegur.  Hver sættir sig við skert laun vegna fljótandi gengis?  Má ekki fólk halda þeim peningum sem það vinnur fyrir?

Spánn er í þessum sporum vegna lélegrar hagstjórnar, alveg eins og við.  ESB og EVRA verja ekki þjóðir gegn lélegri hagstjórn, hana þarf að vanda eins og áður.

Lúðvík Júlíusson, 29.4.2009 kl. 09:37

2 Smámynd: Gísli Ingvarsson

ESB og EVRA verja ekki þjóðir gegn lélegri hagstjórn, hana þarf að vanda eins og áður.

Lúðvík talar einsog maður ekki einsog vælukjóarnir sem telja að til séu "séríslenskar lausnir" á öllum vanda. Því miður ég hef ekki séð þær hingað til. Verðtrygging, gengisfellingar, haftaviðskipti, hvað þarf listinn að verða langur til að menn missi áhugann?

Gísli Ingvarsson, 29.4.2009 kl. 09:54

3 Smámynd: Sigurður Grétar Guðmundsson

Ef við lendum í sporum Spánar þá værum við þó betur settir Íslendingar en við erum í dag. Eftir 18 ára ráðsmennsku Davíðs og Sjálfstæðisflokksins erum við langsamlega verst settir allra þjóða í Evrópu. Samt kvittuðu yfir 44.000 Íslendingar upp á þá ráðsmennsku. 

Staðreyndirnar eru: Krónan er gjörsamlega ónýtur gjaldmiðill sem mun leiða okkur inn í fátækragildru um ókomin ár ef við ætlum að reyna að notast við hana. Það er útilokað að taka einhliða upp annan gjaldmiðil, það viðurkenna allir sem um málið fjalla af skynsemi og yfirvegun nema sundurtættir Sjálfstæðismenn. Að sækja um aðild að ES og fara í aðildarviðræður er ekki það sama og við séum komin inn. Áður en það gerist fer málið í dóm þjóðarinnar. Það eitt, að sækja um, getur hjálpað okkur mikið strax og aukið traust okkar út á við. Aukið traust í samfélagi þjóðanna er einmitt það sem okkur vantar sárlega.

Spurning: Væru Spánverjar betur settir í dag með sinn gamla gjaldmiðil, pesetann?

Sigurður Grétar Guðmundsson, 29.4.2009 kl. 10:01

4 identicon

Ég trúi því ekki, að þú trúir því, að krónan sé að hjálpa okkur. Það er hreint út sagt magnað.

Helgi Hrafn Gunnarsson (IP-tala skráð) 29.4.2009 kl. 10:42

5 Smámynd: Lúðvík Júlíusson

Helgi, er hjálp fólgin í eignaupptöku og eignatilfærslum?

Ef þú ert andvígur eignaupptöku og eigntilfærslum þá getur fljótandi króna ekki verið þinn bandamaður.

Lúðvík Júlíusson, 29.4.2009 kl. 10:53

6 identicon

Lúðvík: Nú skil ég bara ekki hvað þú ert að fara, félagi. Ég ber álíka mikla virðingu fyrir krónunni og mold. Ég skil ekki hvað þú ert að fara með eignaupptöku og eignatilfærslum, nema í samhengi við fyrra svar þitt, þar sem ég skil heldur ekki alveg nákvæmlega hvað þú ert að fara. Mér dettur í hug að þú eigir við verðbólgu, en ég sé ekki alveg heldur hvernig þú tengir það við krónu/evru.

Í öðru lagi þykir mér mun mikilvægara að reyna að bjarga því sem bjargað verður, frekar en að halda í einhver prinsipp út á eignaupptöku og eignatilfærslur. Stundum eru þær nauðsynlegar og engin prinsipp-hugmyndafræði breytir því. Þetta segi ég með þeim fyrirvara að ég veit ekki alveg hvað þú meinar.

Helgi Hrafn Gunnarsson (IP-tala skráð) 29.4.2009 kl. 15:45

7 Smámynd: Lúðvík Júlíusson

he he ... allar kommurnar í setningunni rugluðu mig... fannst eins og þú værir krónusinni :) bara gaman!

Lúðvík Júlíusson, 29.4.2009 kl. 16:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband