Hærra atvinnuleysi og stöðugleiki EÐA sveiflur og lægra atvinnuleysi?

Með krónuna sem framtíðarmynt fáum við það ástand sem við höfum búið við undanfarna áratugi, reglulegar efnahagssveiflur og verðbólguskot, hæðir og lægðir EN lágt atvinnuleysi.
Með Evrunni fáum við atvinnuleysi EN lægri verðbólgu og minni efnahagssveiflur.

Undanfarna 6 áratugi eða svo höfum við þróast úr því að vera ein vanþróaðasta þjóð Evrópu í að vera í fremstu röð. Það hefur okkur tekist meðal annars vegna eða þrátt fyrir krónuna. Krónan hefur aldrei verið lykilmynt í heiminum en hún hefur ekki komið í veg fyrir þessa þróun. Sé okkur alvara getum við gert krónuna að því sem hún var. Ekki kannski leiðandi gjaldmiðli í alþjóðlegum viðskiptum en nothæfum fyrir íslenskt efnahagslíf.

Vandamál íslensku krónunnar er vissulega skortur á trúverðugleika. Ef við viljum byggja upp þann trúverðugleika þá verður okkur að vera alvara með það og byggja upp trúverðugleika krónunnar. Ef við göngum í ESB þá þurfum við hvort eð er að notast við krónuna í 5-10 ár í viðbót.  Við þurfum því að byggja upp trúverðugleika hennar hvort eð er.  Við byggjum upp trúverðugleika krónunnar með því að vanda til þeirra aðgerða sem tökumst á hendur í efnahagsmálum.

Það er alveg öruggt að við byggjum ekki upp þann trúverðugleika ef við höldum áfram að tala krónuna niður og ákveðum með sjálfum okkur að hún sé ónýtur gjaldmiðill.

Í dag er krónan að vinna okkur gagn með því að gera íslenskt samfélag samkeppnishæfara í alþjóðlegu samhengi, þ.e. lækka laun í erlendri mynt. Lönd eins og Spánn eru í mjög slæmri stöðu eins og við, með Evruna og þar er atvinnuleysið 17,4% þar sem myntin vinnur ekki að því að gera spænskt efnahagslíf samkeppnishæfara. Fleiri lönd Evrópu eru í svipaðri stöðu með tveggja stafa atvinnuleysi.

Er hlutskipti Spánar eftirsóknarverðara en hlutskipti Íslands þessi misserin?

Er ALVEG ÖRUGGT að við veljum atvinnuleysið umfram efnahagssveiflurnar?

Af tvennu illu þá kýs ég þá rússíbanareið sem við höfum verið í undanfarna áratugi með lágu atvinnuleysi frekar en meiri stöðugleika og meira atvinnuleysi.


mbl.is Veiking gekk að mestu til baka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

100% Sammála.

Axel Þór Kolbeinsson, 8.5.2009 kl. 09:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband