Starfsmenn tóku á sig 400 milljónir - Sveitarfélögin tóku á sig 800 milljónir

Birgðunum var deilt.  Starfsmenn tóku á sig 400 milljónir frá því sem þeir höfðu áður.  Eigendurnir, sveitarfélögin þrjú, tóku á sig 800 milljónir frá því sem þeir höfðu áður. 

Þetta eru auðvitað ekki "venjulegir" eigendur eða "venjulegar" arðgreiðslur.  Það er ekki eins og þessir peningar endi á Tortúla.  Þetta eru fjármunir okkar sjálfra. 

Sveitarfélögin hafa þegar þurft að skera niður í starfsemi sinni um 800 milljónir vegna þess sem þau tóku á sig.  Hefur einhver áhuga á að þeir skeri niður aðrar 800 milljónir?


mbl.is Vill fundi um arðgreiðslur OR
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Guðjónsson

Það er auðvitað svo fáránleg yfirbygging hjá sveitarfélögunum að við getum ekki leyft okkur það bull mikið lengur.Ein skúffa heima hjá hreppstjóranum á alveg að duga.Þessi

þykku lög af  ofurlaunastjórnendum hjá sveitarfélögum þarf að skrapa af nema menn vilji hafa dulbúnar atvinnuleysisbætur svona háar.Rekstur OR er ekki að skila þessum arði heldur er hann tekinn að láni. Að mínu viti á OR að vera neytendaveita eigendanna

og selja þeim orkuna á kostnaðarverði.  OR í dag hugnast mér ekki en þar er nú okrað á notendum svo  eiga þeir að þakka fyrir að arður ( í meðalári) sé tekinn af því okri og

´´skilað´´ til  þeirra sem stýra sveitarstjórnarbullinu. Nú er ég ekki að tala um að skólastarf sé bull en til reksturs skólanna fá sveitarfélög peninga úr ríkissjóði skv. samningi. Foreldar og skólasamlög eru miklu betri til að reka skólana.Eins og sakir standa eru sveitarstjórnirnar bara dýrir og óþarfir milliliðir í skólarekstrinum.

Einar Guðjónsson, 17.5.2009 kl. 22:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband