Engin tenging við ICESAVE - Við höfum ekki orðið vör við neitt

Ég bý í Bretlandi vegna náms og er hérna ásamt fjölskyldu minni.  Við höfum ekki orðið vör við neitt nema elskulegheit í okkar garð þessa 16 mánuði sem við höfum verið hér.

Ég man bara eftir einum manni undanfarið ár sem fór að ræða ICESAVE og sá var mjög á rólegu nótunum og fannst þetta allt hið versta mál og við vorum honum að sjálfsögðu alveg sammála.

Þetta getur auðvitað verið rétt hjá manninum en þetta getur líka bara verið óánægður viðskiptavinur úr fasteignabransanum.  Það virðist enginn vita það fyrir víst.


mbl.is Veist að Íslendingi í Bretlandi vegna Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sama, her ef eitthvad er faer madur samud hja Bretum yfir thvi hvernig breska rikisstjornin hagar ser i thessu mali.

Mikael (IP-tala skráð) 27.12.2009 kl. 18:42

2 identicon

Það var nú akkúrat það sem mér datt í hug - fasteignasali sem er krafinn um að borga fólki aftur ... er ekki líklegra að það tengist vinnunni hans en Icesave?

Ég veit ekki betur en allir innstæðueigendur hafi fengið greiddar bætur.

Sumir áttu vissulega inni meira en þeir fengu greitt, en ef maður horfir á þá staðreynd að innstæðueigendur voru fleiri en Íslendingar allir, þá má eiginlega segja að skuldin sem til hafi orðið á hvern Íslending sé hærri en sú greiðsla sem hver innstæðueigandi fékk (að meðaltali).

En það er gott að þið hafið haft það gott úti - og takk fyrir skemmtilegt jólabréf :-)

Elín Esther (IP-tala skráð) 27.12.2009 kl. 19:15

3 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Já takk fyrir þessar fréttir, það er gott að heyra þetta, Gleðilega jólahátíð til ykkar allra.

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 27.12.2009 kl. 20:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband