Sjálfhverfustjórnmál - Kjörtímabilið farið fyrir bí

Ótrúlegur aumingjaskapur á klára ekki málið og höggva á hnútinn.

Þessi óvissa er óþolandi og mun gera það að verkum að næstu mánuði verða allir baktalandi alla í borgarstjórnarflokk Sjálfstæðisflokksins. Kjörtímabilið er ónýtt eins og Stefán Jón sagði með tilheyrandi tjóni fyrir Reykjavík og Reykvíkinga. Það hefði verið hægt að skapa festu ef ákvörðunin hefði verið tekin í dag en fyrst svo var ekki gert þá verður þetta einn glundroði út kjörtímabilið.

Ég kaus því miður þetta fólk í síðustu kosningum vegna þess að mér fannst það ferskt, frambærilegt og tilbúið að láta hendur standa fram úr ermum. Það má hins vegar mikið ganga á áður en ég kýs það í þeim næstu.

Ég spái því að Sjálfstæðisflokkurinn eigi eftir að tapa svakalega í næstu kosningum...og vona það eiginlega. Kjósendur eiga að senda skýr skilaboð í næstu kosningum um að svona hringlandi og sjálfhverfustjórnmál séu ekki lýðandi.


mbl.is Styður yfirlýsingu Vilhjálms
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Jón

Mér finnst "flokkshollustan" hjá borgarstjórnarflokknum alveg sorgleg. Allir fylgja Villa þó að þeir virðist allir vilja losna við hann. Þau brosa gegnum samanbitnar tennur og lýsa yfir stuðningi við ákvörðun Villa "ef hann ákveður að gera eitthvað", eða ákveður að gera það ekki. En einhvern veginn er ekki lýst yfir stuðningi við Villa sjálfan.

Svo maður vitni í bíómyndirnar: "Who's the more foolish: The fool, or the fool who follows him?" - ekki það að ég sé að gefa í skyn að Villi sé vitleysingur

Einar Jón, 25.2.2008 kl. 23:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband