5 ástæður þess að Sjálfstæðisflokkurinn ætti mynda nýjan meirihluta með Samfylkingu

Helsta tækifærið í þessari stöðu er að Sjálfstæðismenn slíti núverandi meirihluta með þeim rökum að hann skorti festu og styrk og myndi heildstæðan og sterkan meirihluta með Samfylkingu.  Þá væri þar sama mynstur og í landsmálunum sem myndi að öllum líkindum t.d. leysa öll vandamál varðandi Sundabraut.

Sjálfstæðismennirnir gætu þess vegna gert Dag að borgarstjóra vegna þess að a) hann var svo stutt síðast að hann náði ekki að klúðra neinu þar sem hvergi var komið að uppskerunni eða skuldadögunum þegar hann hætti og b) þá leysist vandamál borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins varðandi það hvort Villi, Gísli Marteinn eða Hanna Birna eigi að verða borgarstjórar.

Þarna væri því hægt að slá alla vega fimm flugur í einu höggi:
1) Losna við það að vera háð duttlungunum í Ólafi F.
2) Láta Dag þurfa að sýna fram á raunverulegan árangur (eða skort á honum) í næstu kosningum.
3) Losna við ákvörðunina um það hvaða Sjálfstæðismaður á að taka við sem borgarstjóri.
4) Eyða algjörlega áhrifum litlu flokkanna í borgarstjórn; Ólafs, VG og Framsóknar.
5) Koma á starfhæfum meirihluta í Reykjavík sem hefði færi á að taka raunverulegar ákvarðanir.

 

Nema auðvitað að Dagur segi bara nei og haldi sig á hliðarlínunni til næstu kosninga.  Þá gæti hann baðað sig í ljómanum í næstu kosningum, náð 40-50% fylgi í Reykjavík og staðið með pálmann í höndunum sem framtíðar formannsefni flokksins.


mbl.is Fylgi Sjálfstæðisflokks minnkar mikið í Reykjavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingólfur

Af hverju heldur þú að Samfylkingin hafi minnsta áhuga á að halda þessum fulltrúum Sjálfstæðisflokksins í meirihluta.

Nú ætti einhver af þessum duglausu borgarfulltrúum að standa upp og segja að nú sé nóg komið og lýsa yfir að hann muni verja minnihlutann fram að kosningum því núverandi meirihluti sé rúinn trausti.

P.S. "Litlu" flokkarnir sem þú vilt að áhrifum verði algjörlega eytt, fengu atkvæði ca jafn strórs hluta borgarbúa og þó ennþá styðja Sjálfstæðisflokkinn. 

Ingólfur, 13.5.2008 kl. 19:54

2 Smámynd: Sigurður Viktor Úlfarsson

Ég er alveg sammála því að þetta er ekkert sérstaklega gott tilboð fyrir Dag.  Mjög líklega væri skynsamlegra fyrir hann að fara hina leiðina og halda sig í skugganum fram að næstu kosningum.

Sigurður Viktor Úlfarsson, 13.5.2008 kl. 20:05

3 Smámynd: Sævar Helgason

Sjálfstæðisflokkur ákvað að rústa síðasta meirihluta (tjarnarkvartetti)   Sjálfstæðisflokkur gefur sig út fyrir að vera framsækinn og ábyrgur stjórnmálaflokkur.

Í samræmi við það hlýtur hann að ljúka þessu kjörtímabili í núverandi samstarfi. 

Sævar Helgason, 13.5.2008 kl. 20:54

4 Smámynd: Sigurður Viktor Úlfarsson

Málið er að hann getur notað sömu rök "framsækinn og ábyrgur" fyrir því að ljúka kjörtímabilinu í núverandi samstarfi og að leggja því fyrir stóran og sterkan meirihluta með Dag.

En það er líklega rétt hjá þér að, hann þarf að eyða óvissunni varðandi leiðtogaleysið áður en hann getur vænst þess að sólin fari eitthvað að rísa og þangað til skiptir litlu máli í hvorum meirihlutanum hann er starfandi.

Sigurður Viktor Úlfarsson, 13.5.2008 kl. 20:57

5 Smámynd: Ingólfur

Sigurður, ég held að það sé engin hætta á því að Dagur verði í skugganum fram að kosningum, né Svandís.

Það er frekar meirihlutinn sem er í skugganum, aða allavega þar sem dreifikerfi símafyrirtækjanna nær ekki til, því aldrei næst í þá borgarfulltrúa.

Það er hins vegar alveg ljóst að enginn í minnihlutanum hefur nokkurn áhuga á að bjarga Sjálfstæðismönnum úr þessari súpu, því þá væru þeir að verðlauna flokk sem síminnkandi hluti kjósenda vill sjá í meirihluta.

Ingólfur, 13.5.2008 kl. 21:32

6 Smámynd: Víðir Benediktsson

6. ástæðan er að Samfylkingin og Sjálfsstæðisflokkurinn eru alveg eins flokkar. Báðir úr tengslum við almenning.

Víðir Benediktsson, 13.5.2008 kl. 22:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband