Breytt landslag í íslenskum stjórnmálum

Megnið af 20. öldinni réð fjórflokkurinn ríkjum á Íslandi.  Á hægri hliðinni var Sjálfstæðisflokkurinn, Framsókn hægra megin á miðju og síðan hafa "kratarnir" og "kommarnir" heitað nokkrum mismunandi nöfnum á þessum tíma.  Allan þennan tíma hefur Sjálfstæðisflokkurinn verið stóra lykilaflið í íslenskri pólitík og Framsóknarflokkurinn komið þar strax á eftir.  Það verður fróðlegt að sjá í næstu kosningum hvort þarna verði breyting á.

Það er fyrir löngu orðið svo mjótt bil á milli vinstrihelmings Sjálfstæðisflokksins og hægrihelmings Samfylkingar að á miðjunni er ekki lengur pláss fyrir heilan flokk.  Miðjan er í raun ekki til lengur í sömu mynd og hún var þegar skarpari skil voru milli hægri og vinstri.  Framsóknarflokkurinn líður fyrir þetta auk þess sem landsbyggðin er meira og minna flutt til Reykjavíkur þar sem flokkurinn hefur ekki náð að endurnýja sig.

Í næstu kosningum held ég að eitthver eftirfarandi þriggja atburða muni eiga sér stað:

- Sjálfstæðisflokkurinn byrjar að skoða ESB aðild í alvöru.  Hver niðurstaðan verður síðan er annað mál.

- Gerist þetta ekki þá mun Framsóknarflokkur Valgerðar Sverrisdóttur (sem þá verður tekin við sem formaður) rísa upp sem miðju-hægri flokkur með Evrópuáherslur.  Sá flokkur gæti mögulega sópað til sín Evrópusinnunum úr Sjálfstæðisflokknum.  Framsóknarflokkurinn gæti þannig náð að aðgreina sig í þéttbýlinu sem honum hefur ekki tekist hingað til.

- Gerist þetta ekki þá mun Framsóknarflokkurinn hverfa og Samfylkingin verður miðjan í íslenskum stjórnmálum, meira í takt við sósíaldemókrata á Norðurlöndum.  Sitt hvoru megin við hana verða síða Sjáflstæðismenn og VG.

Þá verður fjórflokkurinn orðinn þríflokkur sem teljast mikil tíðindi í íslenskum stjórnmálum.


mbl.is Fylgi VG meira en Sjálfstæðisflokks
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband