Hvað með samkeppnisstöðu auglýsenda?

Samkeppniseftirlitið leggur fram aðaltillögu og aukatillögu.

Aðaltillagan er sú að RÚV hverfi af auglýsingamarkaði.

Þessari tillögu er ég ósammála þar sem þá hyrfi öll samkeppni á auglýsingamarkaði. Samkeppniseftirlitið virðist einungis líta á málið frá sjónarhóli fjölmiðlanna sjálfra og fjölmiðlamarkaði.  En hvað með samkeppnislega stöðu auglýsendanna ef RÚV fer af markaðnum?  Það myndi þýða að ekki væri hægt að nýta rásir RÚV til að koma skilaboðum til þjóðarinnar/markaðarins í gegnum auglýsingar.  Stór hluti þjóðarinnar horfir að stærstum hluta á RÚV og því næðu auglýsendur almennt ekki til þess hóps með kynningar á þjónustu, uppákomum eða öðru.

365 miðlar hefðu algera yfirburði á markaðnum og næstum því einræði í verðlagningu á auglýsingum í ljósvakamiðlum.

Þetta væri ekki til að bæta ástandið heldur einungis til að flytja vandamálið frá fjölmiðlunum yfir á auglýsendurna.

Aukatillagan er eftirfarandi:

"Telji menntamálaráðherra hins vegar ekki tækt að RÚV hverfi af auglýsingamarkaði, mælist Samkeppniseftirlitið til þess að verulega verði dregið úr umsvifum RÚV á markaðnum og félaginu settar skýrar reglur sem takmarka umrædda starfsemi þess. Nauðsynlegt sé að reglurnar feli m.a. í sér að sett verði ófrávíkjanleg gjaldskrá sem lúti staðfestingu og eftirliti, svokallaðar fríbirtingar verði óheimilar, auglýsingatíma og markaðssókn verði settar skorður, óheimilt verði að birta auglýsingar inni í dagskrárefni og kostun verði óheimil."

Þessu er ég hins vegar sammála.  Markmið auglýsinga í RÚV er að tryggja samkeppni á auglýsingamarkaði þannig að einkastöðvarnar geti ekki verðlagt auglýsingar hvernig sem þær vilja sem og að aðilar eigi kost á því að koma skilaboðum til áhorfenda RÚV.  Þá fær RÚV tekjur af sölu auglýsinga.

Ofangreindum markmiðum er náð þrátt fyrir að gjaldskráin sé föst og kostanir verði ekki til staðar svo eitthvað sé nefnt.  Mér finnst eðlilegt að koma í veg fyrir undirboð RÚV gagnvart öðrum á markaði og kostanir eru fyrst og fremst ímyndarmarkaðssetning en gegna minna hlutverki en almennar auglýsingar í að koma tilteknum upplýsingum til áhorfandans.


mbl.is Þátttaka RÚV á auglýsingamarkaði verði endurskoðuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband