Gott hjá Höskuldi

Það var gott hjá Höskuldi að bíða eftir þessari skýrslu og láta ekki framkvæmdavaldið vaða yfir þingmenn á skítugum skónum.  Þótt skýrslan virðist nú ekki hafa skilað miklum breytingum inn í frumvarpið þá skilaði hún alla vega þessu.

Annað sem þetta skilaði var að Jóhanna sýndi sitt rétta eðli gagnvart þinginu.  Nú þegar hún er orðin leiðtogi framkvæmdavaldsins þá er hún alveg jafn gráðug í að valta yfir þingið eins og fyrirrennarar hennar í embætti.


mbl.is Peningastefnunefnd skal gefa út viðvörun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hmmm, svosem sá ekki að skipti öllu hvort drægist um nokkra daga að klára málið, borgar sig alltaf að láta alla "halda" að hafi unnið þegar um málamiðlanir að ræða, and let´s face um það snýst pólitík.

Náttúrulega ljóst að Höskuldur varð að koma með einhverja breytingartillögu til að halda andlitinu og fair enough. Samt gat ekki annað en brosað yfir um hvað hún snerist. Í fyrsta lagi, svolítið seint í rassinn gripið, efnahagslífið hrunið, við skulum svo sannarlega vona að gerist ekki aftur alveg í bráð - but still fair enough, svo sannarlega viðeigandi að hafa inni í ljósi nýlegrar reynslu - maður á jú alltaf að læra af mistökunum :-) En í öðru lagi, þurfti virkilega alþjóðlega skýrslu til að segja Íslendingum að setja svona ákvæði inn í frumvarpið - hvar er hin heilbrigða skynsemi? Sennilega sannast hér hið forkveðna - sem reyndar hljómar betur á ensku - common sense is not that common!!!!

ASE (IP-tala skráð) 26.2.2009 kl. 01:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband