Alls ekki bótagreiðslur

Ég er alfarið á móti því að farið verði í það vonlausa verkefni að reyna að reikna út bótagreiðslur til þessara aðila.  Að ríkið skrifi undir einhvers konar aflátsbréf upp á einhverjar milljónir fyrir að hafa eyðilagt stóran hluta af ævi þessara manna.  Hvernig í ósköpunum á að verðleggja ævi fólks?

Þvert á móti á ríkið að stofna teymi fagfólks með víðar heimildir sem fari yfir öll mál þessara manna og fjölskyldna þeirra og bjóði þeim alla þá þjónustu sem hægt er að bjóða mönnum í þessari stöðu til eins langs tíma og þörf er á, jafnvel út ævina.

Það getur vel verið að það verði miklu dýrara en að henda í þá peningabúntum og segja bless en það er slík aðstoð sem við skuldum þeim.  Stór hluti þessara manna mun ekki öðlast aukna hamingju þótt einhverjar upphæðir verði lagðar inn á reikninginn hjá þeim enda hvernig verðleggur maður ævi fólks?

Til viðbótar var því haldið fram á sínum tíma að það ætti að halda áfram með rannsóknina og taka fyrir önnur vistheimili.  Það er vægast sagt stórhættulegt ef gefin er út sú yfirlýsing fyrirfram að sá einstaklingur sem segi "verstu" söguna fái mest "verðlaunin" í formi peningaupphæðar.  Slíkt getur hæglega freistað einhvers, sá hinn sami farið í að ásaka saklaust fólk og taka af þeim æruna.

Það er mjög mikilvægt að þjóðin taki þessa menn upp á sína arma og aðstoði þá og fjölskyldur þeirra af öllum mætti og allri þeirri væntumþyggju sem við eigum.  Aflátsgreiðslur í formi peninga í vasann eru hins vegar ekki rétta leiðin.


mbl.is Afsökunarbeiðni vegna Breiðavíkur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband