Hvað eru Finnar að gera sem við erum ekki að gera?

Hvað eru Finnar að gera sem við erum ekki að gera?  Hvað getum við lært af þeim?
mbl.is Undir meðaltali í námsgreinum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég get ekki fullyrt neitt um mhvað Finnar eru að gera en ég held við gætum örugglega hert dálítið á okkur í agamálum...

Þorgeir Ragnarsson (IP-tala skráð) 28.4.2009 kl. 16:24

2 identicon

Kröfur. Finnar gera kröfur til barnanna og foreldra þeirra. Hér er umræðan á þá leið hvort "megi" láta börn læra heima!

Soffía (IP-tala skráð) 28.4.2009 kl. 16:24

3 identicon

Kröfur, hreinnt og klárt.

Sjá það sem Soffía sagði. Gildismatið hér er einfaldlega ruglað.
Við urðum að aumingjum á tveimur kynslóðum eftir iðnvæðinguna hérna. Afhverju að vera duglegur þegar þú hefur það gott?

Askur (IP-tala skráð) 28.4.2009 kl. 16:31

4 identicon

Svona samanburður segir mér akkúrat ekkert um stöðu íslenskra nemenda. Í Finnlandi eru börn með greiningu, eins og Börkur nefnir, ekki með í þessari könnun. Ég ræddi nýlega við finnskan kennara og hann var hissa að börn með t.d. adhd-greiningu væri í almennum skólum. Vil ég nú heldur skóla fyrir alla, en sérskóla fyrir allar sérþarfir, eins og í Finnlandi.

En auðvitað getum við bætt okkur, en ég veit að íslenskir stúdentar hafa góðan orðstýr í mörgum háskólum erlendis, svo að ástandið er nú ekki alslæmt.

Guðbjörg (IP-tala skráð) 28.4.2009 kl. 16:40

5 Smámynd: Hólmfríður Pétursdóttir

Það sem við getum gert, ekki endilega til að standa betur í PISA heldur almennt til að bæta skólann, er að foreldrar sýni áhuga sinn á námi barna sinna og því sem gerist í skólanum þannig að barnið viti að það skiptir máli hvernig það stendur sig í skólanum, auðvitað miðað við eigin getu sem aldrei á að vanmeta.

Hólmfríður Pétursdóttir, 28.4.2009 kl. 16:56

6 identicon

Ég verð að taka undir með Ranveigu og jafnframt benda Hólmfríði og Soffíu á að í þeirra athugasemdum er ekki vikið að þætti kennara frekar en að þeir séu ekki partur af jöfnunni.Í mínum huga þá eru þetta Börnin, Kennarar, Foreldrar og hið opinbera og vert að halda öllum þáttum til haga í þessum efnum.Hvað mig varðar þá hefur mér lengi fundist kennarastéttin (eða kannski öllu heldur stéttarfélagsarmur hennar) á algerum villigötum. Þetta er þróun sem lengi hefur verið að eiga sér stað og verður ekki færð til betri vega með því að halda tilvonandi kennurum yfir þeim skruddum sem þeir nú stúdera. Ég tel að mun vænlegri leið væri að gera meiri kröfur til þeirra sem kennaranámið stunda enda væri slíkt vel til þess fallið að styðja við kröfu þeirra um bætt kjör. Samhliða þessum auknu kröfum til kennaranáms væri rétt að skera rækilega upp þetta margfreðna og steingelda launaumhverfi þeirra og fara að greiða þeim sem vel standa sig betri laun en þeim sem síðri eru.Ætli ég láti þetta ekki duga að sinni.Með kveðju til Edinborgar.Helgi Magnússon

Helgi Magnússon (IP-tala skráð) 28.4.2009 kl. 18:47

7 Smámynd: Sigurður Haukur Gíslason

Það væri ágætt Helgi að þú bentir á hvaða villigötum stéttarfélagsarmur kennara er.

Er það að berjast fyrir hærri launum?

Er það að berjast fyrir lægri kennsluskyldu og fá meiri tíma til undirbúnings kennslunnar?

Og hvaða árangurskerfi á að taka upp? Það sem flugmenn eru með eða læknar?

Sigurður Haukur Gíslason, 28.4.2009 kl. 23:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband