Ótrúlega lágkúrulegt af Eiríki

Eiríkur var ekki nægilega góður í gær þótt hann sé almennt flottur tónlistarmaður og það er fjarri því að frammistaðan hafi átt skilið úrslitasæti eins og hann heldur sjálfur.  Lítil útgeislun, náði lítilli tengingu við myndavélarnar og í hlutanum sem var endurtekinn í tengslum við atkvæðagreiðsluna þá var hann daufur og kraftlaus.  Lagið var ágætt en stóð og féll með Eiríki sem tók það ekki alla leið.  Það er hins vegar auðvitað misjafnt hjá mönnum hvernig þeim gengur.

Það sem er hins vegar glatað er að koma tapsár og vælandi eftir keppnina, hrósandi sjálfum sér óverðskuldað en blammerandi alla aðra fyrir að hafa ekki staðið sig í að gefa sér stig.  Ótrúlega lágkúrulegt og Eiríkur setur verulega niður fyrir þetta.

Mér fannst öll bestu lögin í keppninni austur-evrópsk og það er mjög eðlilegt að þjóðir með svipaðan menningarlegan bakgrunn fýli betur tónlistina af sínu menningarsvæði auk þess sem undankeppnin var ekki send út í mörgum löndum Vestur-Evrópu eða þá að hún var send út á einhverjum smástöðvum, t.d. í Frakklandi.

Ef Austur-Evrópa er búin að taka þetta þá þýðir það að Austur-Evrópulögin munu raða sér í öll efstu sætin á morgun sem þýðir að við höfum fullt af Vestur-Evrópulögum í undankeppninni næsta ár sem ætti að koma okkur vel.

Eiríkur hafði ekkert á móti fyrirkomulagi keppninnar áður en hún átti sér stað og er hann þó sjálfskipaður sérfræðingur í henni.  Síðan er hún ómöguleg vegna þess að hann tapaði.  Glatað Eiríkur!


mbl.is Eiríkur: Samsæri austantjaldsmafíu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mikið rosalega er ég ánægður með þessa færslu þína.  Ég hef hálf skammast mín fyrir landa mína, umræðuna í útvarpi og fyrirlitningartón íslendinga gagnvart þjóðum austur evrópu.  Ég fagna þessarri færslu og vona heitt og innilega að þeir sem blása mest í kring um þessa keppni fari nú að slaka á og geri sér grein fyrir því að ísland er ekki nafli alheimsins...nema fyrir þessar hræður sem þar búa!

Stebbi (IP-tala skráð) 11.5.2007 kl. 10:35

2 Smámynd: Sigurður Viktor Úlfarsson

Ísland er vissulega nafli alheimsins  - En Eiríkur átti ekkert ferkar skilið að komast lengra í þessari keppni fyrir það.  Þvert á móti hefðum við getað gert meiri kröfur til hans þar sem hann var jú fulltrúi nafla alheims!

Sigurður Viktor Úlfarsson, 11.5.2007 kl. 10:40

3 Smámynd: Grímur Kjartansson

Legg til að það lag sem Íslendingar velja að ári verði flutt óbreytt
Mér fannst enska útgáfa "íslenska" lagsins mun lélegri og sama má segja um lagið fyrir ári síðan. Ef flytja á lögin á ensku á hverju eru þau þa´bara ekki á énsku frá upphafi?

Grímur Kjartansson, 11.5.2007 kl. 10:57

4 Smámynd: Sigurður Viktor Úlfarsson

Sammála!

Sigurður Viktor Úlfarsson, 11.5.2007 kl. 11:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband