14.5.2007 | 16:40
Survivor ríkisstjórn - Verður Ingibjörg send heim??
Nú er Sörvævor ríkisstjórn í gangi og stutt í að einhver verði sendur heim. Þá þýðir ekkert að sitja á hliðarlínunni heldur verður þú að leiða þróunina. Spurningin er: Hver stendur upp sem sigurvegari? Hver verður sendur heim?
Mín óskastjórn
Ef ég fengi að ráða þá myndu Geir og Jón hætta þessu basli, loka sjoppunni og Geir hæfi viðræður við Ingibjörgu Sólrúnu. Úr því yrði stór og sterk stjórn byggð á þeim gildum sem ég tel að virki fyrir Ísland, þ.e. blöndu sitt hvoru megin við miðjuna. Að leggja af stað með núverandi stjórn er svipað og að vera kúbanskur flóttamaður á hriplekum bát á leið til Bandaríkjana. Það gæti verið að þú kæmist yfir á bakkann hinum megin. Þú veist hins vegar að vistin verður erfið, ert í stöðugri hættu á að hvolfa og það er enginn vissa fyrir því að þú verðir ekki bara sendur heim þegar þú kemst loksins á bakkann hinum megin.
Ingibjörg verður að stela stjórninni af Geir ef hún á að eiga skilið að verða forsætisráðherra
Vandamálið er að ef Ingibjörg fer í stjórn með Geir þá verður hún aftursætisfarþegi eins og Jón var. Hún yrði ekki leiðtogi heldur einungis ein af ráðherrunum hans Geirs. Samfylkingin væri því í aftursætinu hjá Sjálfstæðiflokknum eins og Framsókn var, með Vinstri græna geltandi og hlæjandi að þeim á hliðarlínunni. Ég er ekkert endilega sannfærður um að þótt þetta sé stjórnin sem mér þætti best og væri örugglega landinu best að hún sé endilega Samfylkingunni og Ingibjörgu best.
Það sem væri best fyrir Ingibjörgu og Samfylkingu er að reka af sér sliðruorðið og stela glæpnum. Hún þarf að taka frumkvæðið og stela sviðinu af Geir. Hún þarf að taka frumkvæðið, fá Steingrím með sér og ná Jóni frá Geir. Gera Jóni það ljóst að hann gangi endanlega frá flokknum dauðum fari hann aftur í stjórn með Geir. Nú sé tími til að mynda algjörlega nýja ríkisstjórn með svipuðum áherslum og R-listann á sínum tíma. Þar væri Framsókn nær því að vera í hópi jafningja en með Sjálfstæðisflokknum þar sem hann væri ekki bara "litli bróðir" heldur "pínulitlibróðir".
Jón þarf hins vegar að gæta þess að sýna hógværð sem ég held að myndi auka traust kjósenda á honum og flokknum sem ég held að fengi það til baka í næstu kosningum. Hann á að gera Valgerði, Magnús og Guðna að ráðherrum enda hafa þau ágætisumboð úr sínum kjördæmum. Hann á hins vegar að segjast ætla að einblína á uppbyggingu flokksins og endurskipulagningu. Ef hann fer inn sem ráðherra með ekkert umboð þá munu kjósendur endanlega ganga frá Framsókn í næstu kosningum.
Ef Ingibjörg vinnur ekki fyrir forsætisráðherrastólnum með því að taka frumkvæðið s.b. hér að ofan þá á hún hann ekki skilið. Ef hún fer ekki inn núna þá efast ég um að hún muni nokkurn tímann ná þeim stalli sem henni var ætlað að ná af Samfylkingarfólki og þá efast ég um að hún muni nokkurn tíma verða forsætisráðherra.
Dæmið snýst auðvitað ekki um það hver er með umboð til stjórnarmyndunar heldur um það hver myndar stjórn. Ef Geir er með umboðið en enginn vill vera með honum þá getur hann ekkert gert.
Steingrímur: Stjórnarmyndunarumboð liggur ekki á lausu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:06 | Facebook
Athugasemdir
Mjög áhugaverð færsla - en heldurðu að þetta gæti gerst???
Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 16.5.2007 kl. 23:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.