Björn Bjarnason með eitt mesta fylgi þingmanna þrátt fyrir útstrikanir

Sjálfstæðisflokkurinn fékk um 38% atkvæða í Reykjavík Suður. Hafi 20% kjósenda Sjálfstæðisflokksins strikað yfir Björn eru það um 8% kjósenda. Það þýðir að Björn er með 30% fylgi á bakvið sig.

Það er meira en allir þingmenn allra annarra flokka en Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík og reyndar á landinu öllu. Það er enginn þingmaður, utan Sjálfstæðisflokksins, með 30% á bakvið sig.

Björn hefur því fullt umboð til athafna þrátt fyrir að 8% kjósenda hafi hafnað honum.
Þetta finnst mér hafa gleymst í umræðunni.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband