16.5.2007 | 17:33
Þarf maður ekki að vinna til að vera sigurvegari?
Það er ekki nema 3% munur á Framsókn og VG. Hvernig er hægt að túlka VG sem sigurvegara kosninganna? 86% kjósenda vilja ekki VG.
Dæmi snýst ekki um það hvað þú fékkst í síðustu kosningum. Á Íslandi er lýðræði þar sem meirihlutinn ræður og því er auðvitað sigurvegari kosninganna sá flokkur sem fékk flesta Íslendinga til að kjósa sig í ÞESSUM kosningum, þ.e. Sjálfstæðisflokkurinn. Þar á eftir koma Samfylkingin, VG, Framsókn, Frjálslyndir og loks Íslandshreyfingin sem rak lestina. Það er tvennt ólíkt að ná markmiðum sínum eða vera sigurvegari kosninganna.
Ef þú lendir í 18. sæti í formúlunni en stefndir á 17. sæti þá náðirðu markmiðum þínum en þú vannst ekki keppnina.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Athyglisverð greining - hafði sjálf ekki hugsað þetta frá þessu sjónarhorni.
Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 16.5.2007 kl. 23:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.