Þarf skógræktin ekki að fara í umhverfismat? Hvað viljum við mikið af trjám?

Nú ætlar Alcoa að gróðursetja hundrað milljón tré til að kolefnisjafna álverið á Húsavík og Kolviður ætlar að gróðursetja einhvern helling til að kolefnisjafna allt annað.  Um hvað erum við að tala hérna?  Hvað er þetta eiginlega stór skógur?

Viljum við öll þessi tré?

Þarf svona skógrækt ekki að fara í umhverfismat þar sem hún hefur veruleg áhrif á umhverfi sitt?  Sérstaða Íslands er hið íslenska víðerni.  Það er ekki spennandi framtíðarsýn að Ísland verði eins og Skandinavía, að maður sjái ekki nokkurn skapaðan hlut frá sér fyrir trjám.

Skógrækt er fín en bara í hæfilegu magni eins og annað.  Hvenær verður hún of mikil?  Er búið að skilgreina þau mörk?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingólfur Ásgeir Jóhannesson

Ég held að það sé ekki búið að skilgreina mörk skógræktar - en deili áhyggjum þínum, Sigurður. En það gæti farið umtalsverður partur af láglendi Íslands undir skóg - skógrækt þarf í umhverfismat ef 200 hektarar. Og forstjóri Náttúrufræðistofnunar segir það leikið að skipuleggja hana í 199 hektara pörtum!

Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 27.6.2007 kl. 19:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband