Eins gott að Kristinn er ekki ráðherra!

"að hann hefði því talið farsælast að halda jafnstöðu næstu þrjú árin og hafa aflamark óbreytt á meðan unnið væri að frekari rannsóknum."

 Annað hvort höfum við Hafró eins og hún er og förum eftir henni eða við breytum vinnubrögðum Hafró og förum eftir henni þá líka.  Það er fáránlegt og fullkomlega óábyrgt að hafa Hafró en fara ekki eftir henni.

Ég tek ofan fyrir Einari K. og ríkisstjórninni að hafa haft dug í sér til að taka þetta erfiða skref.

Nú er bara spurning hvort ekki þurfi að gera svipaða hluti með loðnuna þar sem hún er helsta fæðutegund þorsksins.


mbl.is Kristinn H: Aukin hætta á brottkasti og svindli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Er ekki ábyrgast að hætta þá öllum veiðum?

Sigurjón Þórðarson, 6.7.2007 kl. 16:00

2 Smámynd: Sigurður Viktor Úlfarsson

Eins og Hagfræðistofnun háskólans benti á væri það ábyrgasta leiðin að hætta öllum veiðum í eins og þrjú ár.  Það er hins vegar illa fær leið í raunveruleikanum.

Helsta verkefnið núna er hins vegar að reyna að ná sátt um aðferðafræði Hafró.  Þegar menn eru ósammála um niðurstöðuna þá þarf að stíga eitt skref til baka og rannsaka forsendurnar.  Menn eru mjög að deila á forsendurnar og því held ég að verk númer eitt í þessum málum sé að fara ofan í kjölinn á þeim.  Við þurfum að ná sátt um þær og þá verður sátt um niðurstöðuna hversu jákvæð eða neikvæð sem hún er.

Sigurður Viktor Úlfarsson, 6.7.2007 kl. 16:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband