21.8.2007 | 11:49
Þarf lög um FIT-greiðslur?
Til hvers þarf lög um FIT-greiðslur? Er það ekki bara hluti af þjónustuframboði bankans hvernig hann tekur á þeim málum og eðlilegt í samkeppnisumhverfi að bankarnir taki á því hver með sínum hætti?
Einhver banki gæti sérhæft sig í sveigjanlegum yfirdráttarheimildum eða sérhæft sig í því að láta fólk ekki þurfa að greiða FIT-kostnað sem lið í sinni markaðssetningu. Má hann það ekki?
Úttekt á lögum um viðskipti neytenda og banka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Sjálfsagt er allt í lagi að bankinn ráði FIT-upphæð sjálfur. En þá er lágmarkið að það sé kynnt fólki sem velur að eiga viðskipti við bankann. Þessi kostnaður hefur ekki verið kynntir fyrir mér, ekki einu sinni þegar ég fékk debetkortið 16 ára gamall.
Árni Gunnar Ásgeirsson, 21.8.2007 kl. 12:14
Já Árni, upplýsingaskyldan þarf að vera klár og á væntanlega heima í lögum.
Sigurður Viktor Úlfarsson, 21.8.2007 kl. 13:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.