Rétt hjá Ahmadinejad en...

Þetta  er hárrétt hjá Ahmadinejad að kjarnorkusprengjan er úreld í nútímastjórnmálum milli ríkja.  Við vitum það mikið um hana að enginn vill vera sá í sögunni sem tók þá ákvörðun að beita henni...nema hugsanlega hryðjuverkamenn sem sáu ekkert athugavert við að fljúga tveim fullum farþegaþotum á hús.

Því ættu ríki heims að sjá sóma sinn í því að losa sig við þennan óskapnað sem kjarnorkusprengjan er.  Það er hins vegar einungis spurning um tíma hvenær hryðjuverkamenn komast yfir eitthvað slíkt vopn og gera eitthvað verulegt af sér.  Þeir þurfa ekki að axla ábyrgðina eftir á eða lifa á almenningsáliti í næstu kosningum. 

Spurning í hvorum hópnum Ahmadinejad er...?


mbl.is Rice gagnrýnir Ahmadinejad
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Viktor Úlfarsson

Vissulega en Bandaríkin falla líka undir skilgreininguna "hryðjuverkamenn" víða um heim og eru eini aðilinn sem hingað til hefur gert sig sekann um að beita kjarnorkuvopnum í stríði, ekki einu sinni heldur tvisvar.

Það var ráðist á þau og 4.000 manns drepin. Síðan réðust þau á Afganistan og drápu tugþúsundir og um 700 þús. manns liggja í valnum í Írak.

Ég held það þurfi að beita öllum hugsanlegum ráðum til að losa fleiri við kjarnorkuvopn en einungis þá sem Bandaríkjamenn hafa skilgreint sem "hryðjuverkamenn".

Sigurður Viktor Úlfarsson, 24.9.2007 kl. 16:40

2 Smámynd: Sema Erla Serdar

Hefur Ahmadinejad framið hryðjuverk?!?

Sema Erla Serdar, 24.9.2007 kl. 17:31

3 Smámynd: Sigurður Viktor Úlfarsson

Góð spurning. Oft hefur verið íjað að því en ég mann nú ekki eftir einstökum tilfellum eða sönnunargögnum...stjórnarfarið í Íran er hins vegar auðvitað harðstjórnarríki en það er staðan víða um heim.

Sigurður Viktor Úlfarsson, 24.9.2007 kl. 17:34

4 Smámynd: Sema Erla Serdar

Svo best sem ég veit þá hefur Ahmaadinejad ekki framið hryðjuverk.

Þó að margt miður skemmtilegt sé á seiði í Íran er þá ekki full gróft að kalla manninn hryðjuverkamann?

Ef hann er hryðjuverkamaður, hvers vegna í ósköpunum væri honum hleypt inn í Bandaríkin (eða þó, það hefur nú gerst áður)

Sema Erla Serdar, 24.9.2007 kl. 17:39

5 identicon

Það er ekki til nein skýr skilgreining á hryðjuverki. Hvaða skilgreiningu sem menn þó nóta er ólíklegt að gjörðir Hezbolla samtakana falli utan þeirra og þau samtök njóta stuðnings Írana. Íranar hafa líka sýnt nokkra tilhneigingu til þess að líta svo á að viss tilgangur, framganga íslömsku byltingarinnar, helgi öll meðul. Eins hafa þeir reynst tilbúnir til þess að fórna eigin fólki í stórum stíl til þess að ná fram markmiðum sínum. Í stríðinu við Írak 1980-88 háðu þeir gríðarlega blóðuga baráttu í þeirri von að velta Saddam Hussein úr stóli eftir að innrás Íraka hafði verið hrundið og sóknargeta íraska hersins var í raun orðinn að engu.

Þessi vilji til þess að fórna eigin fólki hlýtur að vekja ugg. Maður hlýtur að spyrja sig hvort að möguleikinn á gagnárás hefði sama fælingargildið gagnvart Íran og öðrum kjarnorkuveldum. Það er ólíklegt að þeir myndu gera árás á t.d Bandaríska herstöð eða gefa hryðjuverkamönnum kjarnorkusprengju, þannig gætu þeir kallað yfir sig gjöreyðingarárás, en mér þætti Íran líklegra en mörg lönd til þess að lenda í takmörkuðu kjarnorkustríði, t.d við Ísrael.

Eins hef ég áhyggjur af því hvers vegna þeir standa í þessu. Ísrael hefur nokkuð augljósa ástæðu fyrir því að vilja sprengjuna. Ísrael er lítið land sem yrði þurrkað út ef það tapaði í hefðbundnu stríði. Íran er aftur á móti stórt land. Eina ríkið sem Íranar þurfa að óttast er Bandaríkin og þetta kjarnorkustand þeirra eykur líkurnar á átökum við Bandaríkjamenn, þannig að ekki eru þeir að þessu til þess að auka á eigið öryggi.

Mér þykir líklegast að Ahmadinedjad (og klerkarnir, yfirboðarar hans) sé í raun alls ekki á þeirri skoðun að kjarnorkusprengjan sé úreld í alþjóðasamskiptum og ætli að nota kjarnavopnabúrið, þegar það verður tilbúið, til þess að efla stöðu Írans í þessum heimshluta (en það hefur alltaf verið yfirlýst og opinber stefna írönsku klerkastjórnarinnar að vera stórveldi í sínum heimshluta). Það mun valda því að lönd á borð við Sádi Arabíu og Egyptaland munu vilja sprengjuna og íslamskt kjarnorkukapphlaup er vissulega óþægileg tilhugsun.

Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 24.9.2007 kl. 18:29

6 identicon

ahmadinejad er hrydjuverkamadur af versta tagi. hann stydur hezbollah fjarhagslega og med vopnum. hann stydur lika uppreisnarmenn i irak, þeir fara um landid myrdandi heimamenn og hermenn. vonandi frelsa bandarikjamenn ironsku thjodina ur klom thessa illvirkja!

oli (IP-tala skráð) 24.9.2007 kl. 20:02

7 Smámynd: Sema Erla Serdar

Jájá, eins og þeir "frelsuðu" Íraka undan stjórn Saddams.

Sema Erla Serdar, 24.9.2007 kl. 20:13

8 Smámynd: Sigurður Viktor Úlfarsson

Þetta er örugglega hárrétt hjá Hans að Ahmadinedjad sómir sér ágætlega í skúrkaklúbbnum.

Þetta kjarnorkuvopnakapphlaup er auðvitað fyrst og fremst testósterón-keppni. Hver er með stærsta tippið, í þessu tilfelli með kjarnaoddi. Þú ert kominn í klúbbinn með stóru strákunum ef þú átt kjarnavopn. Þannig er það bara. Þetta er leikur sem hefur verið í gangi lengi.

Þau lönd sem hafa neitunarvald í öryggisráði sameinuðu þjóðanna eiga öll kjarnavopn. Indland og fleiri banka þar á dyrnar sem neitunarvaldslönd. Þar eru líka kjarnavopn.

Er ekki Ísrael líka kjarnorkuvopnaland? Þá finnst mér nú ekki skrítið að nágrannarnir vilji bregðast við. Þeir eru nú ekki beinlínis þekktir fyrir friðsemd.

Ég er ekki á neinn hátt að réttlæta gjörðir Ahmadinedjad og félaga en sögurnar af stuðningi hans við allt og alla sem vondir eru eru mjög mistrúverðugar. Það fyrsta sem týnist í stríði er sannleikurinn, hafi hann einhvern tímann verið til staðar. Bandaríkjamenn eru mjög öflugir í að stýra almenningsálitinu. Saddam Hussein var besti vinur Bandaríkjanna og þeir dældu í hann vopnum á meðan hann barðist við Íran. Hann vissi því ekki hvaðan á hann stóð veðrið þegar þeir réðust gegn honum 1991. Þá var búið að búa til úr honum aðalóvin heimsins í fjölmiðlum. Sumir segja að það hafi hreinlega verið PR herferð kostuð af Kuweitmönnum til að fá aðstoð frá Bandaríkjunum gegn besta vini sínum.

Það er það nákvæmlega sama og verið er að gera núna með Íran og Ahmadinedjad. Það er verið að persónugera óvin og búa til ógn. Nú er ég ekki að segja að þetta sé allt rangt sem sagt er um Íraka en ég trúi bara ekki orði af því sem kemur frá stjórn Bush varðandi þennan heimshluta eða úr bandarískum fjölmiðlum almennt.

Núna er hann að koma til Bandaríkjanna vegna þess að þau hýsa einfaldlega höfuðstöðvar Sameinuðu þjóðanna og forseti aðildarlands SÞ er kominn til landsins til að sækja allsherjarþing SÞ. Þess vegna verða Bandaríkjamenn einfaldlega að hleypa honum inn í landið - það er ekkert flóknara. Það þarf eitthvað rosalegt til að þeir geti bannað þjóðhöfðingja aðildarlands að sækja allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna. Þá þyrfti hreinlega að færa þingið einhvert annað. Meira segja Kastró fékk að heiðra NY með nærveru sinni.

Sigurður Viktor Úlfarsson, 25.9.2007 kl. 00:54

9 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Pistill þinn er mjög góður Sigurður, án þess að taka einarða afstöðu. Punktur þinn með að "Þeir þurfa ekki að axla ábyrgðina eftir á eða lifa á almenningsáliti í næstu kosningum" er alveg réttur en spurningin er; Hvað eiga vestræn ríki að taka til bragðs við þeirri óvissu sem þessi veruleikafirti maður kann að gera?

Gunnar Th. Gunnarsson, 25.9.2007 kl. 02:31

10 Smámynd: Sigurður Viktor Úlfarsson

Takk Gunnar. Þegar stórt er spurt verður oft fátt um svör.

Ég held þó að við samningaborðið þurfir þú annað hvort að hafa samningsstöðu eða trúverðugleika, helst hvort tveggja.

Samningsstaða Vesturlanda í þessu máli er lítil og slæm. Íran er stórt og útilokað fyrir Vesturlönd að ráðast á það svo nokkru nemi. Það væri ennþá meira fen en Írak nokkurn tímann. Þetta vita Íranar og því eru hótanir um hernað tilgangslausar og eingöngu til þess fallnar að raða mönnum í skotgrafir bítandi saman tönnum. Íranar ráða þessu við verðum bara að sætta okkur við það. Þeir eru sjálfstæð þjóð en ekki einhver lítill hryðjuverkahópur - þar liggur munurinn. Þeir verða að vilja vinna með okkur. Samningsstaða okkar er afleit.

Þá er bara trúverðugleikinn eftir. Ahmadinedjad hafði rétt fyrir sér. Það er enginn að fara að nota kjarnorkuvopn og því verður það óvirkt sem vigt í samningum. Það er enn verið að vinna úr afleiðingum Hiroshima og Nagasaki og sagan er einfaldlega búin að slá kjarnorkuvopn af. Sá sem notar þau á 21. öldinni verður stimplaður geðsjúklingur og brjálæðingur og það vita allir þjóðhöfðingjar.

Á meðan allir stóru strákarnir eiga kjarnorkuvopn þá verður eftirsóknarvert að eiga kjarnorkuvopn og verða einn af stóru strákunum. Ég held því að þjóðir heims myndu auka verulega trúverðugleika sinn í þessu máli og þar með samningsstöðu við borðið ef þær fækkuðu verulega kjarnorkuvopnum og helst útrýmdu þeim með G8 hópinn í broddi fylkingar.

Ísrael er líka kjarnorkuvopnaland. Þótt það sé ekki eitt af stóru strákunum þá held ég að nágrannar þess muni aldrei vera rólegir fyrr en kjarnaorkuvopnunum verður eytt. Bandaríkjamönnum er í lófa lagið að standa fyrir því.

Vesturlönd væru einfaldlega í allt annarri stöðu við samningaborðið með Írönum ef þau væru að eyða sínum vopnum. Þá gætu þau sagt "...og hvað ætlar þú að gera?". Núna segja Íranar "...og hvað ætlar þú að gera?" og glotta þegar við erum eitthvað að hóta þeim. Ég held við verðum að vinna heimavinnuna okkar.

Það er bara þannig. Maður kvartar ekki yfir mannréttindabrotum annarra og fangelsar síðan án dóms og laga og pyntar fanga í Guantanamo á sama tíma. Það vara virkar ekki. Þetta stendur og fellur með trúverðugleika. Sem er t.d. ein ástæðan fyrir því að Íslendingar ættu að gera sig gilda í friðarviðræðum. Við höfum trúverðugleika á því sviði sem flestar aðrar þjóðir hafa ekki.

Sigurður Viktor Úlfarsson, 25.9.2007 kl. 10:58

11 identicon

Kem seint inn i umraeduna en hvenaer hefru Iran einhverntima i sogunni radist a einhvern af fyrra bragdi? Ef sagan er skodud hefur alltaf verid radist a tha fyrst.

Hid neikvaeda hugtak hridjuverkamadur er yfirleitt notad um thann sem a engar urlausnir eftir. Hefur verid undirokadur af odrum og reynt allt an thess ad thad breyti nokkru. "Hridjuverk" er yfirleitt seinasta halmstraid. Eg er ekki ad réttlaeta thau en thvi midur eru thau oft skiljanleg

Thetta hugtak hefur hinsvegar verid ofnotad sidan 2001 yfir ymis athaefi sem aettu ad vera odruvisi skilgreind    

Rosa Rut (IP-tala skráð) 26.9.2007 kl. 09:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband