27.9.2007 | 20:49
Ein af strákunum...
Nú er Hillary komin á fullt í því að afla sér stuðnings meðal herskárra Bandaríkjamanna sem telja að það að kona verði forseti muni stórskaða landið hernaðarlega og öllum peningum verði varið í "mjúku málin" en minna í hernað. Þetta er sterkur áhrifahópur innan Bandaríkjanna; herforingjar undanfarinna áratuga, samtök skotvopnaeigenda o.s.frv. Hún þarf því að sýna að hún sé fær um að vera "ein af strákunum". Vonum að hún geti stígið til baka eftir að hún nær kjöri og endi ekki hlaupandi um heiminn með byssu eins og Bush.
Clinton staðfestir sögusagnir um kjarnorkuþróun Sýrlendinga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
styður þú kjarnorkuvopnavæðingu ofsatrúarmanna?
oli (IP-tala skráð) 27.9.2007 kl. 21:01
Auðvitað ekki. Styð reyndar enga kjarnorkuvopnavæðingu. Tel að kjarnorkuvopn séu einfaldlega úreld og að það eigi að eyða þeim með öllu. Ástæðan er sú að þau voru reynd tvisvar á seinustu öld og áhrifin hafa varað síðan. Það mun enginn heilvita stjórnmálamaður eða þjóðarleiðtogi nota kjarnorkuvopn nokkurn tímann aftur. Sagan hefur dæmt þau úr leik.
Þeir sem munu nota þau eru hins vegar vitleysingar sem þurfa ekki að standa skil á gjörðum sínum, menn eins og Osama Bin Laden og fleiri sem þurfa ekki að taka þátt í kosningum næst eða almennt taka þátt í samfélagi manna.
Hins vegar eiga Ísraelsmenn kjarnorkuvopn með fulltingi Bandaríkjamanna þannig að það kemur fáum á óvart að nágrannar þeirra og helstu andstæðingar séu ekki í rónni (Íran og Sýrland).
Stærsta ástæðan er hins vegar sú að "allir stóru strákarnir" í samfélagi þjóðanna eiga kjarnorkuvopn. Öll löndin sem hafa neitunarvald í öryggisráðinu og þau lönd sem helst banka á dyrnar eins og Indland. Skilaboðin eru: "Ef þú vilt verða einn af stóru strákunum og vera tekinn alvarlega í heiminum þá verður þú að eiga eina eða tvær."
Ég tel því að menn þurfi að taka til heima hjá sér fyrst ef þeir ætla að draga úr vilja annarra til að eignast þessi skelfilegu vopn.
Sigurður Viktor Úlfarsson, 27.9.2007 kl. 21:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.