Öll lögin góð og vinna örugglega á

Lögin í kvöld voru ágæt og eiga örugglega öll eftir að heyrast á öldum ljósvakans.  Fannst lagið hans Gumma líklegast til að standa út úr í Eurovision en þó var lagið hennar Fabúlu svolítið "músin-sem-læðist-lag og hefði getað komið á óvart - eins og Fabúla reyndar er.

Gott hjá RÚV að taka Eurovision og teygja það yfir allan veturinn í stað þess að kaupa eitthvað "franchise"-dæmi frá Ameríku eins og American Idol.  Gerir sama gagn, er vinsælla sjónvarpsefni en nokkuð annað á Íslandi nema kannski Spaugstofan (þótt enginn viðurkenni að horfa á hvorugt) og er auðvitað íslenskt sjónvarpsefni.  Ragnhildur og Gísli eru líka þægilega eðlileg, skemmtilega ólík en hvorugt fólk sem setur sig í einhverjar stellingar og getur því lifað lengi á skjánum.

Gott RÚV.


mbl.is Lag Guðmundar Jónssonar komst áfram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband