8.10.2007 | 16:59
Hverjum er ekki sama þótt borgarbúar tapi milljörðum meðan einn úr vinahópnum kemst í stjórn OR
Ef OR gengur út úr REI er ekkert eftir í REI, sameiningin við Geysir Green gengur einfaldlega til baka og eftir stendur einkafyrirtækið GGE eitt á sviðinu.
GGE hlýtur þá að kaupa lykilmenn úr REI og OR áður en borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja REI niður þar sem ekki er hægt að selja það. Það er ekkert eftir til að selja ef OR fer út úr dæminu. Það var þekking OR sem átti að selja.
Reykjavíkurborg sem eigandi OR missir af tækifæri á að hagnast um milljarða á því að nýta þá þekkingu sem byggð hefur verið upp.
...en það er allt í lagi því einn úr vinahópnum kemst í stjórn OR.
Þetta eru líklega skelfilegasta meðferð á valdi sem sést hefur í íslenskum stjórnmálum svo árum skipti.
Stefnt að því að selja hlut Orkuveitunnar í REI | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Já og það merkilega er að vinstrimenn fagna því að frábært tækifæri til að skapa fúlgur fjár úr þeirri fjárfestingu sem mannauðurinn er í þessum geira hjá opinberum fyrirtækjum glatast, eða a.m.k. rýrnar mikið.
Gunnar Th. Gunnarsson, 9.10.2007 kl. 04:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.