Fullkomlega óeðlilegt og umboðslaus yfirlýsing

Það er fullkomlega óeðlilegt að Ögmundur Jónasson setji fram sínar pólitísku skoðanir í nafni stjórnar BSRB.  Í það var stjórnin ekki kosin.

Hundruð starfsmanna OR úr öllum flokkum með alls kyns skoðanir á þessum málum eru félagar í BSRB í gegnum Starfsmannafélag Reykjavíkur og Bandalag háskólamanna.  Þessir starfsmenn hafa ekki veitt Ögmundi og félögum umboð til að senda frá sér yfirlýsingar sem þessar.


mbl.is BSRB vill að borgaryfirvöld ógildi samninga REI og GGE
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolgrima

Það getur vel verið að það sé ekki hlutverk BSRB að hafa skoðun á því hvort farið sé eftir settum reglum á vinnustöðum félaga sinna, svo sem að boða löglega til funda og því um líkt. Væri þó hægt að færa rök fyrir því, þar sem ekki er óhugsandi að stofnun sem boðar ólöglega til fundar til að skrifa undir svo umdeilda samninga, að það kostaði borgarstjóra embættið, þá gæti sama stofnun umgengist kjarasamninga af kæruleysi. Enda laun allra starfsmanna OR aðein óverulegt brot af þeim upphæðum sem samið var um á fundinum ólöglega. Um þetta má deila.

Það er hins vegar óumdeilanlegt, að BHM er EKKI í BSRB. 

Kolgrima, 26.10.2007 kl. 13:02

2 Smámynd: Sigurður Viktor Úlfarsson

Sé eitthvað athugavert um það hvernig fyrirtæki umgangast sína kjarasamninga þá gerir stéttarfélagið að sjálfsögðu athugasemd við það enda annar aðili samningsins.  Hitt hefur ekkert með stéttarfélagið að gera.

Það er rétt hjá þér að BHM er að sjálfsögðu ekki í BSRB.  Starfsmenn OR í BSRB eru því á bilinu 250-300 talsins.  Það breytir því hins vegar ekki að stjórnin hefur ekkert umboð sinna félagsmanna til að taka þátt í pólitík eins og þessari byggðri á skoðunum formannsins sem jafnframt er þingmaður tiltekins stjórnmálaflokks.

Sigurður Viktor Úlfarsson, 26.10.2007 kl. 13:24

3 Smámynd: Kristján Logason

Hafi stjórn BSRB ekki rét til að setja fram þessa skoðun (fyrir hönd félagsmanna sinna) þá mun að sjálfsögðu verða kallað til félagsfundar með vantrausts yfirlýsingu á stjórnina. Hún síðan felld í kjölfarið.

Grunur minn er hins vegar sá að svo verði ekki enda meirihluti landsmanna sammála stjórn BSRB í þessu máli

Kristján Logason, 26.10.2007 kl. 17:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband