1.11.2007 | 15:00
Umboðið alveg skýrt - Enginn skortur á verklagsreglum
Ég get ekki séð að þetta sé neinum einum að kenna. Stjórnsýslan réð ekki við þessi nýju verkefni, hafði ekki verkferla og umboð manna var í mörgum tilfellum óljóst."
Hvað er óljóst? Eigendur skipuðu stjórn fyrirtækisins sem vildi svo vel til að var skipuð oddvitum allra flokka í borgarstjórn. Tengingin inn í borgarmálin gat ekki verið öflugri.
Þeir sem fara með eigendabréf OR eru borgarstjóri, bæjarstjórinn á Akranesi og sveitarstjórinn í Borgarbyggð.
Stjórn OR tók þær ákvarðanir sem hún átti að taka afstöðu til í þessu máli og eigendafundur (ofangreindra þriggja einstaklinga) tók þær ákvarðanir sem þeir áttu að taka afstöðu til.
Allur þessi hópur stjórnmálamanna úr öllum flokkum heldur því fram núna að hann hafi skort tíma til að setja sig inn í málin. Af hverju greiddu þau þá atkvæði? Af hverju frestuðu þau ekki málinu til þess að geta sett sig inn í málin? Þetta er eins og að lenda í umferðaslysi og segja að sú staðreynd að þú keyrðir með bundið fyrir augun hafi ekkert með ábyrgð þína á málinu að gera.
Umboðið var alveg skýrt. Það skorti engar verklagsreglur til að segja fólki að ef það veit ekki hvað það er að samþykkja þá eigi það að bíða með það þangað til það er búið að hafa tækifæri til að setja sig inn í málin. Það má Svandís alla vega eiga að ein fulltrúa sat hún hjá við atkvæðagreiðsluna en sagði ekki já í blindni eins og hinir.
Margrét Sverrisdóttir: Skiptir máli að hægt sé að hefja útrás á nýjum forsendum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.