Eina umboðsleysið innan borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins

OR var skipuð oddvitum allra flokka í borgarstjórn þegar þessar ákvarðanir voru teknar.  Umboðið og tengingin inn í borgarstjórn og borgarráð gæti því ekki hafa verið meiri.  Það er því fráleitt að ætla að þetta fólk hafi ekki haft umboð til athafna úr borgarstjórn.  Eina undantekningin virðast hafa verið fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í stjórninni.  Þar virðist fólk ekki hafa talað saman og fulltrúar flokksins því ekki sótt sér umboð til "félaga" sinna.

Í stað þess að viðurkenna mistök sín hafa þeir hins vegar reynt að klýna skömminni á alla aðra.  Björn Inga, Hauk Leósson, Guðmund Þóroddsson, Hjörleif Kvaran, Bjarna Ármannsson og yfirhöfuð alla sem hönd á festi aðra en sjálfa sig.  Þessi framkoma hefur orðið þeim til mikillar minnkunnar og það verða veruleg vonbrigði ef sexmenningarnir fá kosningu í næstu borgarstjórn.


mbl.is Gísli Marteinn: Blasti við að ákvörðun um samruna var tekin án umboðs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband