Hefur ekki lögvarða hagsmuni - Borgarstjóri verður að sækja málið

Eigendafundur er fundur þeirra sem halda á hlutabréfum í OR.  Það eru þrír einstaklingar: borgarstjórinn í Reykjavík, bæjarstjórinn á Akranesi og sveitarstjórinn í Borgarbyggð.

Svandís átti því ekkert hlut í eigendafundinum eða rétt til veru á honum.  Því hefur hún ekki lögvarða hagsmuni og getur ekki sótt málið.  Borgarstjóri verður að sækja málið fyrir hönd Reykjavíkurborgar ef það á að vera dómtækt.  Ég get ekki lögsótt húsfélagið í næsta húsi vegna boðunar á fund sem ég á ekkert tilkall til þátttöku í.  Einungis þeir sem eiga hagsmuni af fundinum og hafa leyfi til að mæta á hann geta kært hann.  Þess vegna er málið ekki tómtækt og því er ekki hægt að taka afstöðu til þess fyrir dómi.  Svo einfalt er það.


mbl.is Svandís: Engin ákvörðun hefur verið tekin varðandi dómsmál
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband