2.11.2007 | 13:35
Fullkomlega eðlileg viðbrögð Hannesar
Þetta eru mjög eðlileg viðbrögð hjá Hannesi. Hann sagði réttilega að hann hefði gert samning sem samþykktur hefði verið á löglegan hátt af þar til gerðum aðilum sem hafa umboð til að taka þessa afstöðu, þ.e. stjórn OR og eigendafundur OR. Þeir hefðu getað beðið með að samþykkja samninginn eða hafnað honum en þeir samþykktu hann. Þar með öðlast hann gildi.
Hannes sagði því að það væru þrír kostir í stöðunni: 1) Standa við samninginn. 2) Gera nýjan samning. 3) Fara í mál við OR og krefjast þess að annað hvort verði staðið við samninginn eða greiddar skaðabætur.
Þetta eru mjög eðlileg viðbrögð. Þegar þú gerir samninga við einhverja þá verður þú að geta treyst því að þeir ætli sér að efna samningana sem þeir gera og skrifa undir. Það er fullkomlega eðlileg krafa.
Allar reglur þverbrotnar í samrunaferli REI og GGE | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Það væri veruleg sóun fjármuna af hálfu Hannesar, nægjanlegt er tapið hjá FL grúppunni samt.
1. Ef ekki hefur verið lögformlega staðaið að ákvörðunum og eftirfylgjandi gerðum einhverrar stjórnar, eru allar gerðir og gjörningar þlíkrar stjórnar ómark og að engu hafandi.
2. Ekkert sem þessir einstaklingar getur bakað Rvíkurborg, OG eða öðrum eigendum skaðabíotaskyldu.
3. Hannes þarf að skoða sinn gang en venja sig af snarferðum til útlanda, hvar hann sýnir glærushow um REI og Geysir Green samrunann, hvar hann tiltekur ,,eignir" félagsins ótæpilega og svo á köflum, að menn supu hveljur þegar þeir lásu, sem til þekktu.
Svo er ég þess fullviss, að karl faðir þinn er ekkert mjög svo upprifinn af þessum Grúppum öllum saman, ef tekið er mið af aðferðum þeirra við að ganga millum bols og höfuðs á hans góðu bókabúð.
Einnig tel ég einsýnt, að hann afi þinn heitinn, Skagamaður og ættaður frá Mógilsánni, hefði haft skömm á svona liði.
Vonandi festir þú ekki trúnað þinn við sjónhverfingamenn og leggir ekki lið svoddan gjörningum sem allt í kringum REI/Geysir Green samruninn virðist hafa verið.
Miðbæjaríhaldið
Bjarni Kjartansson, 2.11.2007 kl. 13:55
Enn hefur ekkert komið á daginn um að gjörningurinn sé ólöglegur. Vilji Reykjavíkurborg klára mál Svandísar til að taka af vafann varðandi boðun eigendafundarins þarf Dagur að kæra það sem borgarstjóri fyrir hönd Reykjavíkurborgar þar sem borgarstjóri átti aðild að eigendafundinum og því lögvarða hagsmuni en ekki Svandís.
Lögformlegir aðilar (stjórn og eigendur) tóku þessar ákvarðanir á réttum stöðum og samþykktu samningana löglega. Því standa þeir þangað til annað kemur í ljós.
Kveðja,
Siggi Úlfars.
Ps. Aldrei hefur faðir minn átt bókabúð og þaðan af síður er afi minn Skagamaður ættaður frá Mógilsá. Hins vegar eru þeir hinir ágætustu menn engu að síður.
Sigurður Viktor Úlfarsson, 2.11.2007 kl. 14:29
Voru ekki allir sem komu að þessari samningsgerð fyrir hönd OR svokallaðir ,, kaupréttarmenn"
Hvernig ber að líta á þessa kaupréttarsamninga voru þeir gerðir til að liðka fyrir undirskrift á umræddum samningum.
Ég óska eftir að lögfróður aðilar, reyni að koma með mótrök að ekki hafi verið bornar mútur á hendur opinbera aðila með svokölluðum kaupréttasamningum og opinberir embættismen þar af leiðandi þegið mútur.
Það verður ekki erfitt fyrir nýútskrifaðan lögfræðing að verja skaðabótakröfu í þessu máli.
Eru allir sem koma að þessu máli með klístraða putta.
Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock), 2.11.2007 kl. 18:43
Nei, þeir voru á upprunalega listanum en síðan var hann minnkaður niður í einungis REI hópinn. Þeir sem komu að þessu fyrir hönd OR voru ekki á þeim lista.
Sigurður Viktor Úlfarsson, 3.11.2007 kl. 10:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.