Það segir nú meira en mörg orð um þau skemmdarverk sem Svandís og Sjálfstæðismennirnir hafa unnið á OR og REI þegar afarhæfur maður eins og Bjarni sem fyrir tveimur mánuðum var tilbúinn að setja 1,5 milljarða í verkefnið yfirgefur skútuna og fer.
Önnur eins skemmdarverk af hálfu stjórnmálamanna hafa ekki verið unnin mjög lengi á almannaeigum. Bjarni var búinn að semja um 10 milljarða "goodwill" af hálfu OR/REI við samrunann. Þeir fjármunir áttu síðan að mati flestra mjög góða möguleika á að ávaxtast og OR hefði geta selt þau hlutabréf eftir einhver ár.
Í stað þess að gera smávægilegar breytingar á samningnum, laga á honum misfellur og halda síðan áfram með hugsanlega lítillega lægra "goodwill" vegna breytinga á samningum þá er búið að henda þessu öllu saman. Borgarfulltrúar Reykjavíkur með Svandísi í broddi fylkingar hafa því t.d. haft 500 milljónir af Akranesbæ með því að slátra fyrrnefndum 10 milljörðum en Akranesbær á 5% í OR/REI.
Skelfilegt!
![]() |
Bjarni: fer skaðlaus frá borði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Hvaðan hefur þú það Sigurður, að:
Er þú viss um að eigendur OR, það er að segja Reykvíkingar, geti ekki kært fyrir dómstólum ólöglega meðferð á eignum borgarinnar ? Er ekki augljóst, að ólöglegir gjörningar á öllum stigum stjórnsýslu Reykjavíkurborgar eru kæranlegir fyrir dómstólum landsins ?
Loftur Altice Þorsteinsson, 24.11.2007 kl. 23:11
Sæll Loftur,
Á bloggi Daggar Pálsdóttur gerði hún þessu góð skil. Þar vísar hún í greinina og segir eftirfarandi:
Reykvíkingar hljóta að geta kært fyrir dómstólum ólöglega meðferð á eigum borgarinnar. Svandís gerði það hins vegar ekki enda ekkert ólöglegt við meðferðina. Hún kærði fundarboðið og hefur ekki lögvarða hagsmuni af fundarboðinu þar sem hún var ekki ein fundarmanna.
Sigurður Viktor Úlfarsson, 26.11.2007 kl. 16:20
Sæll Sigurður.
Þetta mál þykir mér vera undarlegt. Til dæmis er haft eftir Ragnari Hall lögfræðingi Svandísar:
Er verjandi, að Orkuveitan viðurkenni ólögmæti löglegs eigendafundar ? Hvort ákvörðunum fundarins hefur verið breytt, þær dregnar til baka eða ekki getur ekki skipt neinu máli !
Hins vegar er ljóst að eigendafundurinn var löglegur, þar sem allir sem þar áttu setu mættu og tóku þátt í störfum fundarins. Ef einhver fulltrúi hefði neitað að mæta, vegna ólöglegs fundarboðs, hefðu væntanlega allir Reykvíkingar og aðrir eigendur Orkuveitunnar getað kært afgreiðsluna !
Loftur Altice Þorsteinsson, 27.11.2007 kl. 18:31
Sæll Loftur,
Auðvitað er það ekki verjandi!
Hvað er það kallað þegar einhver skipar einstaklingi í krafti valds síns eða annars konar yfirburða, að skrifa undir pappíra sem ganga klárlega gegn hagsmunum viðkomandi og þar sem viðkomandi er látinn játa á sig ólöglegt athæfi án þess að það sé farið með það fyrir dómstóla? Heitir þetta ekki misneyting eða eitthvað svoleiðis í lögfræðinni? Svandís mun bara örugglega ekki kæra sjálfa sig vegna þessarar aðgerðar. Svandís einfaldlega nauðgaði fyrirtækinu, í krafti eigendavalds síns, til að skrifa undir þessa "sátt". Svo einfalt er það. Hún hefði verið fljót að kalla þetta spillingu ef það hefði komið frá einhverjum öðrum en henni sjálfri.
Það er auðvitað fjarstæðukennt að láta fyrirtækið viðurkenna á sig ólöglegt athæfi án þess að í því sé dæmt, ég tala nú ekki um þegar verulegar líkur á því að fyrirtækið vinni málið sé farið með það fyrir dóm, þótt reyndar sé málið að öllum líkindum ekki dómtækt. Eðlilega málsmeðferðin hefði verið að draga málið einfaldlega til baka enda um að ræða klúður frá upphafi. Í staðinn baðaði hún sig í sviðsljósinu og enginn fjölmiðill gerði athugasemdir við málið heldur létu þeir hana hlaupa með sig eins og smábörn.
Ég er ekki lögfræðingur en ef einhver fundarmanna hefði neitað að samþykkja fundinn en fundurinn hefði engu að síður farið fram og þar hefðu verið greidd atkvæði um tiltekna samninga þá myndi ég halda að einungis fundarmaðurinn sem ekki samþykkti fundinn hefði getað kært FUNDARBOÐIÐ.
Hins vegar myndi ég halda að hver sem er gæti kært samninginn sem slíkan og efast um lögmæti hans þar sem ekki væri til hans stofnað með lögmætum hætti. Í þessari túlkun minni er ég hins vegar á frekar hálum ís þar sem ég er ekki lögfræðingur og því aðrir hæfari til að dæma um þetta mál en ég.
Sigurður Viktor Úlfarsson, 28.11.2007 kl. 01:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.