Eru Þorgerður og Gulli að stýra atburðarrásinni...???

Athyglisverðasta frétt dagsins frá Reyni Traustasyni á dv.is

Af dv.is:

Þorgerði Katrínu kennt um

Stuðningsmenn Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar eru ævareiðir í garð Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, varaformanns Sjálfstæðisflokksins, sem þeir telja að hafi hrært í pottum ósamlyndis í borgarstjórnarflokknum með það fyrir augum að koma Vilhjálmi út og Hönnu Birnu Kristjánsdóttur í leiðtogastólinn. Innan úr röðum stuðningsmannanna heyrist að Þorgerði verði refsað harðlega fyrir afskiptin næst þegar forysta flokksins verður kosin. Varaformannsdagar hennar verði þá á enda.

Sú hefð hefur hefur verið uppi í flokknum að varaformaður einbeiti sér að innra starfi flokksins og styrki samheldni en hlutverk formannsins sé stefnumótun og starfið út á við. Nefnt er sem dæmi að Friðrik Sophusson hafi sem varaformaður á sínum tíma unnið hörðum höndum að því að sætta þá Geir Hallgrímsson og Gunnar Thoroddsen sem tókust á um völdin í flokknum eftir að Gunnar myndaði ríkisstjórn sína 1980. Nú þykir kveða við þann tón hjá varaformanninum að hún auki á illdeilur milli arma Geirs Haarde og Björns Bjarnasonar og beri kápuna á báðum öxlum.
Þorgerður Katrín var lengst af talin tilheyra þeim hluta flokksins sem nú er að berjast til áhrifa í borgarstjórninni. Seinna hallaði hún sér að Geir Haarde og hafa þau unnið ágætlega saman, meðal annars við myndun núverandi ríkisstjórnar. Nú telja stuðningsmenn Vilhjálms að hún hafi snúið aftur í sína gömlu herdeild og vinni gegn formanninum.

Á meðal stuðningsmanna Vilhjálms var ákaft leitað að arftaka hans í seinustu viku. Þá var það sjónarmið uppi að leita yrði út fyrir raðir borgarstjórnarflokksins til að raska ekki valdahlutföllum. Þar var nefnd guðfinna Bjarnadóttir alþingismaður. Um liðna helgi snerist viðhorfið þannig að ekki væri önnur leið fær en að halda Vilhjálmi á stóli borgarstjóra og frysta þannig sexmenningana í áhrifaleysi. Fyrir þeirri leið hefur guðlaugur Þór Þórðarsson, heilbrigðisráðherra og guðfaðir REI, ákafast talað. Guðlaugur má að sögn ekki til þess hugsa að stuðningsmenn Björns Bjarnasonar, höfuðfjanda síns, komist til valda í borginni. 

Þannig gæti farið svo að Vilhjálmur sæti út kjörtímabilið og yrði borgarstjóri að ári. Eitt helsta áhyggjuefni stuðningsmanna hans er það hvernig verði stillt upp fyrir næstu kosningar svo tryggt verði að sexmenningarnir komist ekki til valda. Þannig eru uppi raddir um að rétt væri að stilla upp en ekki að efna til prófkjörs. Helsti kandídat þessa hóps til að leiða listann er Guðlaugur Þór þórðarson en einnig er nefndur til sögunnar Borgar Þór Einarsson, stjúpsonur Geirs Haarde. Þótt orrustunni hafi lokið með því að borgarfulltrúarnir sex klöppuðu Vilhjálm upp er ljóst að stríðið stendur enn á milli fylkinganna tveggja í Sjálfstæðisflokknum. Og flestir eru sammála því að það muni renna mikið blóð áður en yfir lýkur.

Reynir Traustason - rt@dv.is

mbl.is Vilhjálmur: Hef axlað ábyrgð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband