Hvað með að taka upp dollar, þá þurfum við ekki að ganga í ESB!

Hvað með að taka upp dollar, þá þurfum við ekki að ganga í ESB!
mbl.is Geir: tveir kostir í boði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Fannar frá Rifi

Hvað með að ganga í Bandaríkin? Ég meina er það eitthvað öðruvísi en að ganga í United States of Europe? ég meina ESB.

Fannar frá Rifi, 13.2.2008 kl. 21:47

2 Smámynd: Sigurður Viktor Úlfarsson

Já, ég held að ríki í Evrópu hafi nú meira sjálfræði en ríki í Bandaríkjunum.  Ég hef þó ekki gert neina rannsókn á því og það væri gaman ef einhver fróður um þessi mál commentar og segir okkur muninn.

Sigurður Viktor Úlfarsson, 13.2.2008 kl. 21:57

3 Smámynd: Sigurður Viktor Úlfarsson

Trykkið er að til að taka upp Evruna þurfum við að ganga í ESB en til að taka upp dollar þurfum við ekki að ganga í USA.

Það eru því í raun þrír kostir í boði:

  1. Núverandi ástand með EESE og krónu.
  2. ESB og Evra.
  3. Dollar og EES.

Ég geri mér grein fyrir því að dollar vegur ekki eins mikið í efnahagslífi Íslands um þessar mundir og Evra.  Dollarinn kemur í öðru sæti að mig minnir.  Spurningin er hvort gróðinn/tapið af því að fara í Evrópusambandið sé meiri eða minni en gróðinn/tapið af því að taka upp dollar í stað Evru.

Í þessu erum við að hugsa til mjög langs tíma.  Það er ekkert gefið að Evra verði okkar aðalviðskiptamynt eftir 40-50 ár.  Við gætum verið orðin einhvers konar miðstöð fyrir flutninga fólks,vara og þjónustu milli Evrópu, austurstrandar Bandaríkjanna og Kanada annars vegar og Asíu hins vegar yfir pólinn siglandi og/eða fljúgandi.  Íslenskir bankar og fyrirtæki hafa herjað á Evrópu undanfarin tíu ár með miklum árangri.  Munu þau herja á Ameríku eftir tíu til tuttugu ár?  Jón Ásgeir er fluttur til New York sem gefur nú ákveðin fyrirheit.  Það er ekkert gefið í þessu máli.

Sigurður Viktor Úlfarsson, 13.2.2008 kl. 22:06

4 identicon

Þannig er mál með vexti að ríki í Bandraríkjunum eru fylki, en ekki lönd. Evrópuríki, hins vegar, eru lönd, sem eru ekki fylki. Dæmi um það er til dæmis Danmörk. Yfirleitt eru lönd með forseta eða mónark, en það fer þó eftir stjórnarfari landsins. Slíkt tíðkast ekki í fylkjum Bandaríkjanna. Einnig er enska töluð í flestum fylkjum USA, en í Evrópuríkjum er tungumálaskalinn allt annar. Til dæmis er í Þýskalandi töluð þýska. Þetta getur þó verið flóknara, af því að þýska er einnig töluð að hluta til í Sviss. Þar af leiðir að tungumálið eitt og sér er ekki nóg til að skera úr um landið, en það á einnig við um fylki USA.

Ágúst Schweitz (IP-tala skráð) 14.2.2008 kl. 12:22

5 Smámynd: Sigurður Viktor Úlfarsson

Sæll Ágúst,

Takk fyrir þetta.  Ég gerði mér hins vegar grein fyrir þessum mun.  Spurningin snérist um það hvernig t.d. lagasetningu er háttað.

Ríki Evrópu eru sjálfstæð og stýra þannig sinni lagasetningu.  Á móti kemur að þau þurfa að samþykkja Evróputilskipanir sem þýðir að þau eru ekki algerlega sjálfstæð.

Fylki Bandaríkjanna þurfa að taka upp sum lög frá alríkisstjórninni í Washington en setja önnur lög sjálf.

Þetta er það sem ríki Evrópu og fylki Bandaríkjanna eiga sameiginlegt.  Ég þekki hins vegar ekki í hvaða atriðum ríkin og fylkin eru sjálfstæð og hvenær þau geta sett eigin lög.

Gaman væri ef t.d. lögfræðingur eða einhver með þekkingu á málinu gæti gefið okkur örstutta innsýn í málið.

Sigurður Viktor Úlfarsson, 14.2.2008 kl. 20:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband