9.4.2008 | 13:38
Er það jafnrétti að bæjarstjórinn skuli vera kona?
Það er klárlega jafnrétti að hlutfall kynjanna í bæjarstjórn og nefndum endurspegli hlutfall kynjanna í bæjarfélaginu (sem líklega er u.þ.b. 50/50). Það er líka klárlega jafnrétti að hafa eðlilegt hlutfall karla og kvenna í stjórnunarstöðum hjá bæjarfélaginu. En er það jafnrétti að bæjarstjórinn skuli vera kona?
Komist menn að því á landsvísu að það halli verulega á annað kynið í bæjarstjórastöðum getur það verið hluti af markmiðum t.d. Jafnréttisstofu að fjölga einstaklingum af því kyni sem færra er af í bæjarstjórastöðum. Það segir hins vegar ekkert um stöðu jafnréttismála innan viðkomandi bæjarfélags hvort kynið er bæjarstjóri þá stundina þótt það segi til um stöðu jafnréttismála á landsvísu hvernig hlutfallið er innan hóps allra bæjarstjóra. T.d. gæti öll bæjarstjórnin í viðkomandi sveitarfélagi verið konur sem væri klárlega ójafnrétti.
Það er jafnrétti ef hægt er að fara 10-15 ár til baka og að þá hafi bæði karlar og konur orðið bæjarstjórar með nokkuð jöfnu millibili, þ.e. að jafn eðlilegt sé að kona sé í stöðunni og karl.
Er það jafnrétti ef tvær konur og tveir karlar eru í bíl og kona keyrir bílinn en ekki jafnrétti ef karl keyrir bílinn?
Minnkaði jafnréttið við það að Vigdís hætti sem forseti og Ólafur tók við?
Erum við ekki að misskilja eitthvað orðið jafnrétti?
Þú verður alltaf að hafa hóp og að staða kynjanna sé nokkuð jöfn innan þessa hóps til þess að geta talað um jafnrétti, eða að allir hafi sömu möguleika - sama rétt - jafnt í orði sem og á borði. - Það er jafnrétti.
Staða jafnréttismála best hjá Akureyrarbæ | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Jafnréttisumræðan snýst orðið um hlutföll en ekki raunverulegt jafnrétti, það er sorglegt.
Vilhjálmur Andri Kjartansson (IP-tala skráð) 9.4.2008 kl. 13:52
Þegar bæjarfélag samanstendur af tuttugu þúsund manns, sem skiptast nokkurn veginn í helminga eftir kyni, þá þarf enginn að segja mér að ekki sé hægt að finna hæft fólk af báðum kynjum í almenn stjórnunarstörf eða nefndarstörf eins og í bæjarstjórn. Því er ekki óeðlilegt að mæla árangurinn með hlutföllum.
Við notum því hlutföll til að mæla árangur á sviði jafnréttis innan hópa og því er mikilvægt að þær ályktanir sem dregnar eru af niðurstöðunum séu réttmætar, þ.e. það sem niðurstöðurnar eru raunverulega að túlka.
Sigurður Viktor Úlfarsson, 9.4.2008 kl. 14:02
Því miður skrifarðu áður en þú kannaðir, Sigurður. Reiknisreglan er einmitt þannig að of mikill halli í hina áttina kallaði fram mínus. Hér er jafnrétti -jafnstaða mæld. Leiðinlegt þegar menn kanna ekki málin til hlýtar.
Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 9.4.2008 kl. 15:01
Það er enginn að halda því fram að ekki megi finna einstaklinga af hvoru kyni fyrir sig sem eru hæfir í hin ýmsu störf. Hvort það sé svo eðliegt að þessir sömu einstaklingar raði sér niður í starfstéttir og ábyrgðastöður eftir "réttu" hlutföllum er svo annað mál.
Þú getur aldrei notað hlutföll til að mæla jafnrétti en þú getur notað hlutföll til að mæla jafnstöðu. Spurningin snýst fyrst og fremst um það hvort þú vilt jafnrétti eða ríkisáætlanir um starfferil einstaklinga.
Vilhjálmur Andri Kjartansson (IP-tala skráð) 9.4.2008 kl. 18:48
Alls ekki ríksisáætlanir. Hér er réttilega verið að mæla jafnstöðu.
Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 9.4.2008 kl. 20:31
Það er rétt að hér er verið að ræða jafnstöðu en ekki réttinn sem slíkan. Það hefur hins vegar ekki áhrif á það sem ég fjallaði um sem er sú athugasemd í fréttinni að Akureyri hafi fengið plús í jafnréttismælingunni (jafnstöðumælingunni er réttara orð) fyrir að bæjarstjórinn var kona. Það finnst mér óeðlilegt.
Sigurður Viktor Úlfarsson, 10.4.2008 kl. 14:40
Já mikið rétt og þar er ég sammála þér og líkingin með bílin er nokkuð góð. Það sem ég vildi bara benda á er að jafnréttishugtakið er gjarnan notað sem frontur til að lauma inn ýmsum ríkisáætlunum um jafnstöðu. Jafnréttislögin (jafnstöðulaugin) eru gott dæmi um það. Það er kannski gaman að geta þess, eða kannski ekki gaman frekar leiðinlegt ef eitthvað, að blik og stálsmiðja nokkur hér í bæ getur ekki ráðið 25 starfsmanninn því þá þurfa þeir að gera jafnréttisáætlun og það vinna bara karlmenn í þessu fyrirtæki.
Vilhjálmur Andri Kjartansson (IP-tala skráð) 12.4.2008 kl. 01:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.