23.4.2008 | 12:35
Kæra þá!
Það er engin ástæða til annars en að kæra þessa menn. Það er búið að aðvara þá oft og ekki hægt að gera það endalaust. Þegar þeir eru síðan farnir að kasta grjóti í lögregluna þá er kominn tími til að segja stopp.
Lögreglan á að bjóða þeim að fjarlægja bílana annars verði þeir einfaldlega gerðir upptækir þar sem þeir nota þá til að loka veginum.
Lögreglumaður á slysadeild | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Sammála hverju orði og mér finnst tilfinnanleg vöntun á að álit þeirra sem eru á móti ofbeldisaðgerðum vörubílstjóra, komi í ljós. Þeir klifa í sífellu á því að almenningur sé á þeirra bandi; en ég held að þar sé á ferðinni afar fámennur, en hávær, hópur sem styður alltaf ólöglegar aðgerðir. Fíflið sem kastaði grjótinu verðskuldar ekkert nema langan fangelsisdóm fyrir tiltækið. Vonandi var þetta Sturla!
Halldór Halldórsson (IP-tala skráð) 23.4.2008 kl. 12:50
Sammála þér
Bragi Guðjónsson (IP-tala skráð) 23.4.2008 kl. 12:50
Ef ég eða þú leggur ólöglega niðri í bæ þá er bíllinn okkar tekinn og gerður upptækur. Það er fullkomlega óeðlilegt að ekki gangi það sama yfir þessa bílstjóra sem leggja bílunum yfir Suðurlandsveginn, Ártúnsbrekkuna eða annars staðar á háannatíma. Gefa þeim 10 mínútna fyrirvara, fjarlægja síðan fremsta bílinn og svo koll af kolli - með valdi ef þörf er á.
Sigurður Viktor Úlfarsson, 23.4.2008 kl. 12:55
Hvar er Abbas nú a þegar við þörfnumst hans
jonas (IP-tala skráð) 23.4.2008 kl. 13:01
Ímyndið ykkur ef þetta væru náttúruverndarsinnar, þá væri búið að handtaka þá og flytja suma úr landi.
Óli (IP-tala skráð) 23.4.2008 kl. 13:40
Það virðast allir missa sjónar á því að vörubílstjórar áttu engann þátt í þessu grjótkasti.. Það ætti ekki að fordæma þeirra mótmæli vegna þess að vegfarendur gátu ekki virt mótmælin. Það er ekkert nema jákvætt í lýðræði eins og Ísland á að kallast að mótmæla þegar manni finnst brotið á manni, hvort sem það er rétt eða rangt og ætti ekki að handtaka neinn né kæra. Myndum við taka eftir mótmælum ef þau væru ekki örlítið ögrandi?
Vala (IP-tala skráð) 23.4.2008 kl. 17:54
Þeir mega keyra hring eftir hring í borginni flautandi með sínum skelfilega háværu flautum í tvo tíma á dag svo mánuðum skiptir. Það væri vissulega óþolandi en mótmæli eru óþolandi í eðli sínu og þeir hafa fullan rétt á því að mótmæla. Þeir hafa hins vegar ekki rétt á því að skapa hættu fyrir annað fólk með ólögmætum aðgerðum eins og að loka leiðum inn og út úr borginni þar sem sjúkrabílar og aðrir þurfa að komast í gegn. Þar liggur línan og þeir verða að halda sig réttu megin við hana.
Sigurður Viktor Úlfarsson, 23.4.2008 kl. 18:02
jæja þú ert semsagt einn af þessum mönnum sem heldur að það sé almanna hætta af þessum mótmælum, finst mér þú ættir að kinna þér málið pínu betur áður en þú ferð að halda slíku fram að sjúkrabílar komist ekki leiðar sinnar eða ertu virkilega svo einfaldur að halda að þeir hafi ekki varaleið ?
hefuru keyrt ártúnsbrekuna þegar það er míkil umferð? hefuru séð marga sjúkrabíla keyra ártúnsbrekkuna á háana tíma nei því hún er næstum stífluð, þá taka þeir krók á sína leið og fara fljótfarnari leið, það er kallað vara áætlun.
hvorir töfðu umferð meira löggan eða bílstjórar í dag ?
þegar bílstjórar voru að fara þá meinaði löggan þeim að fara því rambó sveitini vantaði smá útrás.
Sambandi við konuna með barnið þá er þetta kallað forvitni og hefuru spáð í því að kanski bjóst hún ekki við slíku ofbeldi sem löggan síndi af sér í dag, því ef þú ert sáttur við hvernig löggan hagaði sér í dag á ætturu að skoða þinn gáng, finst þér rétt að bara berja mann til hlíðni má ég þá ekki koma og berja þig þangað til þú ert sömu skoðunar og ég?
sambandi við þessa ríkistjórn þá er þetta veikasta ríkistjórn sem hefur verið við líði hér í mörg ár sem er frekar kalhæðnislegt þar sem hún er með mesta kjörfilgi í mörg ár en hvað getur maður sagt um stjórnmála menn á íslandi þeir milja undir rassin á sjálfum sér og ég mann ekki eftir því að í starfslýsinguni fyrir það að verða stjórnmálamaður hafi verið skoðanaumskipti eftir því hvort þú ert í stjórn eða stjórnarandstöðu en það virðist að þeir hafi fundið þessa klausu ainhverstaðar því ég mann ekki betur en
Kristján Möller hafi fyrir 2 árum talað um að ríkið hafi ráðrúm til að minka olíugjaldið umtalsvert.
Ingibjörg Sólrún hafi talað um að skoða eftirlaunafrumvarpið og gera það í samræmi við aðrar stéttir í landinu
við vitum allveg hvernig VG eru þeir eru nú oft á tíðum á mótti því það er svo cool
framsókn er hóran í íslenskum stjórnmálum sem mér sínist samfilkingin vera að gera tilkall til þess tilils og svo er nátúrlega sjálfstæiðs flokurinn hann er pimpinn
Svo vil ég benda þér á það að það er búið að reyna að gánga að samningaborðinu í nokur ár við ríkistjórnina en eins og öll önnur mál eru þau svæfð í nefndum nema þau mál sem snúa að þeira hag. Ég nenni ekki einusinni að byrja að ræða um seðlabánkan verð bara of piraður að hugsa um hann
Ég er sjálfur bílstjóri en var ekki standur þarna á staðnum því kanski var ég ekki alveg samála öllum aðgerðum hjá minni starfstétt en eftir þetta þá held ég mætti bara með næst því ef það á að líðast að stjórnar menn séu bara í einhverjum tindátaleik með peningana okkar og í einhverjum sendla leik um öll heimsins lönd því það er svo óþægilegt að þurfa að horfast í augu við vandamálin heima við, hvernig væri tildæmis að taka smá til í utanríkisráðaneytinu, hefuru skoðað listan yfir hvað eru mörg sendiráð í evrópu einni eða bara norðurlöndunum, það er nú ekki eins og það sé leingi verið að skjótast þangað :P
en ég nenni ekki að skrifa leingur og vonandi verð ég ekki dæmdur fyrir stafsetningar villur því ég get ekkert að þeim gert svo sínið mér það umburðarlindi að reyna að klóra ykkur fram úr þessu ;)
Jón Heiðar (IP-tala skráð) 24.4.2008 kl. 01:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.