Þá flytja íslenskir bændur út í staðinn

Hvaða hræðsla er þetta?  Íslenskir bændur framleiða framúrskarandi vörur og miðað við að samdrátturinn verði 20-40% þá er verið að áætla að 60-80% íslenskra neytenda muni halda áfram að velja íslenskar vörur þrátt fyrir samkeppnina.

Bændur eiga að taka þessu fagnandi og leggja Evrópu að fótum sér.  Hreinn og eiturefnalaus íslenskur landbúnaður er mjög vel samkeppnishæfur í Evrópu.


mbl.is Bændur uggandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halla Rut

Gott innlegg hjá þér. Hræðsla við samkeppni segir manni að um fákeppni sé að ræða og að viðskiptin gangi út á það.

Halla Rut , 11.5.2008 kl. 12:27

2 Smámynd: Gunnar Ásgeir Gunnarsson

Það er búið að eyða milljörðum á undanförnum árum í að reyna að selja lambakjöt út sem sérvöru með engum árangri. Að skapa sérstöðu á erlendum mörkuðum þurfum við 10-15 sinnum stærri heimamarkað og þolinmæði í áratugi. Þetta er mikið meira mál en að segja það

Gunnar Ásgeir Gunnarsson, 11.5.2008 kl. 13:39

3 Smámynd: Halla Rut

Staðreyndin er nokkuð sem engin vill horfasta í augu við og er erfitt fyrir okkur Íslendinga að viðurkenna; Lambakjötið er hreinlega of dýrt í framleiðslu til að vera hversdagsmatur. Þetta er nú eins og að vera liðhlaupi að segja þetta en sannleikurinn samt.

Halla Rut , 11.5.2008 kl. 13:59

4 Smámynd: Jón Grétar Sigurjónsson

Það er náttúrulega hægt að selja rollurnar í snobbbúðir í USA og víðar, gera einhverja exclusive samninga við keðjur eða fyrirtæki úti, bara hugsa nógu mikið og langt út fyrir kassann og þetta ætti alveg að vera hægt.

Annars er bara fínt að við fáum almennilegar landbúnaðarvörur heim á klakann, hálf hjákátlegt að við séum sífellt að monta okkur yfir góðu landbúnaðarvörunum okkar þegar grænmetið er t.d. algerlega bragðlaust. Miklu betra að fá innflutt grænmeti og þá geta bændur heima einbeitt sér að því sem þeir gera vel, kindakjöti og ýmsum mjólkurafurðum.

Jón Grétar Sigurjónsson, 12.5.2008 kl. 14:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband