9.6.2008 | 21:49
Förum alla leið - Gerum höfnina að hluta miðbæjarins!
Hafnarhverfi frá Tónlistarhúsi í Ánanaust
Það er engin spurning að fara á með stokkinn alla leið út í Ánanaust. Þá erum við allt í einu komin með glæsilegt bryggjuhverfi sem nær frá tónlistarhúsinu vestur í Ánanaust og frá höfninni og langt inn í bæ. Höfnin er þá orðin hluti af miðbænum eins og t.d. Nyhavn í Kaupmannahöfn með kaffihúsum og notalegum svæðum við höfnina laus við hraðbraut sem klýfur bæinn í tvennt. Þurfum reyndar að losa okkur við víggirðinguna við höfnina sem mér skilst að sé þarna út af einhverjum Evrópustöðlum eða Schengen-reglugerðum.
Tengjum suður-Reykjavík við Norður-Reykjavík
Það sama á við um Miklubrautina. Við eigum að koma henni í stokka alla leið FRÁ GRENSÁSVEGI AÐ SUÐURGÖTU. Stokkurinn á að vera lóðréttur, þ.e. önnur akreinin ofan á hinni þannig að auðvelt sé að komast inn í stokkinn og út úr honum frá báðum hliðum. Þannig tengjum við saman Álftamýrina og Hvassaleitið, tengjum Hlíðarnar saman, Skólavörðuholtið og Vatnsmýrina o.s.frv. og endurheimtum 33 hektara af landi auk þeirra lífsgæða sem fólgin verða í því að tengja saman þessi hverfi.
Stokkur á Geirsgötu mun bæta samgöngur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.