Ekki-frétt Kastljósmanna

Umsóknin var því tekin fyrir um leið og hinar í bunkanum.  Ég get ekki með nokkru móti séð að þarna hafi verið um einhverja flýtimeðferð að ræða.  Til þess hefði þurft að bæta við úthlutunardegi á milli þessara venjubundnu 6 mánaða millibils og það var ekki gert.

Þetta mál var allan tímann stormur í vatnsglasi og fáránlegt hvað Kastljós hjakkaðist á þessu á sínum tíma og einkennileg tilviljun að það var rétt fyrir kosningar.  Þetta var svona hálfgerð maníufréttamennska þegar fréttamaðurinn hangir á málinu og mjólkar það þótt það sé hvorki fugl né fiskur.

Tekið fyrir tvisvar á ári
Málið hefur algerlega snúist um tímann, þ.e. hvort umsókninni hafi verið hraðað eða flýtt í gegnum kerfið.  Það kom fram í umræðunni á sínum tíma að farið væri í gegnum þessi mál tvisvar á ári.  Ef þú sóttir um stuttu áður en fara átti yfir bunkann þá kæmist þú eðlilega hratt í gegn.  Ef þú sóttir um stuttu eftir að búið væri að fara yfir bunkann þá þurftir þú að bíða fram að næstu úthlutun, þ.e. í 6 mánuði.  Ef sá einstaklingur fékk neitun af einhverjum ástæðum þá þyrfti hann að bíða í aðra 6 mánuði, þ.e. fram að þarnæstu úthlutun.

Almenna reglan var því að fólk væri að bíða frá einhverjum vikum upp í 6 mánuði, nema ef það fékk neitun, einhver gögn vantaði o.s.frv. þá gátu mánuðirnir orðið tólf.

Stelpan sótti um einhverjum 10 dögum áður en farið var yfir bunkann.  Tengdó er lögfræðingur og ráðherra og veit því nákvæmlega hvaða gögn þurfa að liggja til grundvallar og hefur leiðbeint stelpunni þannig að málinu yrði ekki hafnað á grundvelli þess að einhverjar upplýsingar vantaði.  Málið var því tekið fyrir með öllum hinum málunum í bunkanum á sama tíma og öll hin málin.


mbl.is Krefjast miskabóta upp á 3,5 milljónir króna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Andrea

Leyfðu mér að giska... þú er Framsóknarmaður!

Það eru nefnilega bara Framsóknarmenn sem rétlæta þetta ;)

Andrea, 13.6.2008 kl. 13:55

2 Smámynd: Sigurður Viktor Úlfarsson

Nei, ég er ekki Framsóknarmaður. 

Sigurður Viktor Úlfarsson, 13.6.2008 kl. 13:57

3 Smámynd: Andrea

Damn!

Andrea, 13.6.2008 kl. 14:06

4 identicon

Sæll Siggi

Smá misskilningur hjá þér varðandi tímann.....

Deilan var ekki hvort hún hefði fengið ríkisborgararéttinn einhverjum 6 mánuðum fyrr eða seinna....heldur 3 til 5 ÁRUM fyrr en aðrir þurfa að sætta sig við.  Það er nefnilega staðreyndin að útlendingar sem setjast hér að þurfa oft að bíða í þetta 3 til 5 ár eftir ríkisborgararétti...og þá skiptir ekki máli hvort þeir eigi hérna fjölskyldu, eigi börn með íslenskum maka, stundi hérna vinnu osfrv.

Íslenska ríkið hefur t.d. neitað einstaklingum um landvistarleyfi, þrátt fyrir að vera giftir íslenskum maka, vegna þess að þeir eru ekki orðnir 25 ára.  þetta er löglegt....

Þar fyrir utan hafa lögfræðingar tjáð mér að ástæðan sem allsherjarnefnd gaf fyrir veitingu ríkisborgararéttar sé alveg stórbroguð.  Hún var ss. sú að liðka fyrir námi hennar útí Bretlandi.  Spurningin sem vaknað hefur í kjölfarið er sú hvort þetta sé þjónusta sem íslenska ríkið bjóði almennt uppá, þ.e. að veita útlendingum ríkisborgararétt til að liðka fyrir námsdvöl þeirra í 3. landi.  það eru alveg örugglega kærkomnar upplýsingar fyrir milljónir ungmenna í sömu stöðu og þessi stúlka.

Kveðja, 

Magnús Birgisson (IP-tala skráð) 16.6.2008 kl. 13:19

5 Smámynd: Sigurður Viktor Úlfarsson

Sæll Magnús,

Þetta er rétt hjá þér.  Ég renndi yfir þetta nokkrum dögum eftir að ég skrifaði þennan pistil.  Í umfjölluninni á sínum tíma var verið að ræða um hvort tveggja.  Annars vegar tímann frá umsókn þar til hún var afgreidd og hins vegar það að hún hafi fengið ríkisborgararétt svona stuttu eftir að hún fluttist til landsins.

Gagnrýnin á seinna málið er réttmæt og klárlega frávik frá venjubundinni meðferð slíkra umsókna.

Hvort Jónína togaði í einhverja spotta eða hvort vinirnir hlupu bara undir bagga af fyrra bragði veit maður ekki.

Sigurður Viktor Úlfarsson, 16.6.2008 kl. 13:37

6 Smámynd: Jón Grétar Sigurjónsson

Það held ég sé alveg augljóst, fólk sem ég þekki innanbúðar í Útlendingastofnun voru ekki par hrifin af þessu máli og framkvæmd þess. Það kæmi mér t.d. ekki á óvart ef Útlendingastofnun, sem á að gefa álit á umsóknum um ríkisborgararétt, hefði lagst gegn þessu. Og merkilegt nokk þá var stofnunin heldur jákvæð á flestar umsóknir sem hún var beðin um að kommenta á, allavega þegar ég var að vinna þarna.

Jón Grétar Sigurjónsson, 10.7.2008 kl. 16:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband