Er þetta það sem koma skal á Vestfjörðum

Er þetta það sem koma skal á Vestfjörðum þegar olíuhreinsunarstöðin verður komin lengst inni í mjóan fjörð og olíuskip, af margfaldri stærð miðað við þetta, sigla þar inn og út fjörðinn?  Mikil mildi að ekki fór verr í kvöld.


mbl.is Olíuskip strandaði á Ísafirði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Þetta skip er með tvöföldum birðingi, þannig að það þarf mikið að gerast áður en olía fer að leka úr því. Aftur á móti er olía innan við fyrsta birðing á öllum fiskiskipunum okkar og öðrum flutningaskipum og öryggismál í allt öðru lagi þar en í þessu skipi.

Þannig að ef menn tala um að takmarka flutning á olíu í oliuskipum ættu menn einnig að horfa á takmarkanir á flutningum í öðrum skipum.

Gestur Guðjónsson, 10.9.2008 kl. 21:21

2 Smámynd: Sigurður Viktor Úlfarsson

Rétt Gestur, kannski er þetta bara eitt mesta umhverfishætta sem að okkur stafar, þ.e. að skipin okkar skulu einungis vera einföld.

Ef olíuhreinsunarstöð verður sett upp á Vestfjörðum þá finnst mér einhvern veginn líklegt að umferð olíuskipa aukist verulega.  Skipa sem væru mun stærri en þetta skip og þau þyrftu að athafna sig inni í þröngum firði.  Að draga slíka starfsemi til okkar og lengst inn í fjörð finnst mér vera að leika sér að eldinum og einungis spurning um hvenær en ekki hvort eitthvað gerist.

Sigurður Viktor Úlfarsson, 11.9.2008 kl. 12:40

3 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Arnarfjörðurinn er ekki þröngur. Skutulsfjörðurinn er það hins vegar, sérstaklega leiðinn inn fyrir Sundabakkann.

Það sem mér finnst aftur á móti fáránlegt í þessu andófi gegn olíuhreinsistöð á Vestfjörðum er að til stendur að fara í svipaðar framkvæmdir fyrir austan, við Finnafjörð og engin segir neitt. Allir kátir og meðflutningsmenn á þingsályktunartillögum.

Einnig Steingrímur J.

Enda úr næsta nágrenni og vill náttúrulega sinni heimabyggð vel

...bara ef það hentar mér???????????????

Gestur Guðjónsson, 11.9.2008 kl. 15:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband