12.9.2008 | 14:18
Fallega fólkið þarf líka að fara eftir leikreglunum
Þótt ljósmæður sé yndislegasta stétt í heimi þá þurfa þær að fara eftir leikreglunum eins og aðrir. Það er algerlega aðskilið mál við það hvort kröfur þeirra séu réttlætanlegar eða ekki.
Gögn sögð sýna samráð um uppsagnir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Elsku Siggi minn
Ekki gera ráð fyrir því að ljósmæður séu sekar uns sekt er sönnuð. Ég veit fyrir víst að þessar ljósmæður ákváðu að segja upp sökum margra áratuga gremju sem sauð yfir vegna dónaskapar samninganefndar ríkisins. Stjórn Ljósmæðrafélagsins þurfti á engan hátt að hvetja til þess.
Þú kemur mér á óvart í þessari umræðu.
kveðja
nemi í "yndislegheitum"
Harpa Ósk (IP-tala skráð) 12.9.2008 kl. 14:51
Er ekki fjármálaráðherra að eyða orku í málaferli sem betur væri notuð í að leysa hnútinn sem deilan er í.
Megas samdi "svo skal böl bæta að benda á eitthvað annað"
Nú eru þær í verkfalli, ekki komið að uppsögnum, en þær hafa meirihluta landsmanna með sér í sínum kröfum.
Er ekki tími til kominn að launa þessari langskólagengnu stétt með viðeigandi hætti?
Dýralæknar eru vanir að geta deytt vandamálið ef þeir ráða ekki við það.
Er hér á ferðinni vandamál sem dýralæknirinn ræður ekki við?
kv. Pétur
pétur (IP-tala skráð) 12.9.2008 kl. 16:57
Sæl Harpa mín,
Ljósmæður eru klárlega ekki sekar fyrr en sekt þeirra er sönnuð. Hins vegar getur fólki oft orðið hált á svellinu við þessar aðstæður og lögfræðingarnir hinum megin nýtt sér það í baráttunni.
Það er gott að konur skuli vera farnar að segja upp störfunum sínum vegna launa. Karlar eru búnir að gera það í aldir og þess vegna er til eitthvað sem heitir launamunur kynjanna. Það hefur verið hægt að halda úti starfsemi með lágmarks launakostnaði því konurnar hafa ekki farið heldur metið "gleðina í starfinu" þyngra en launin. Þetta á við um flestar ef ekki allar umönnunarstéttir kvenna.
Kveðja,
Siggi Úlfars.
Ps. Flottur ljósmæðrafélagsvefurinn hjá þér. Þar vantar kröfugerðina ykkar og rökstuðninginn fyrir ykkar kröfum, þ.e. af hverju þessar kröfur en ekki eitthvað meira, minna eða öðruvísi.
Sigurður Viktor Úlfarsson, 13.9.2008 kl. 01:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.