Af hverju á ábyrgð tveggja ráðuneyta?

Af hverju er tollurinn hafður á ábyrgð fjármálaráðuneytisins en lögreglan á ábyrgð dómsmálaráðuneytisins?  Ég skil að tollurinn snýst fyrst og fremst um innheimtu á tilteknum gjöldum í ríkissjóð og því ekki óeðlilegt að fjármálaráðuneytið beri ábyrgð á því.  Á hinn bóginn sjá þeir um að tilteknum lögum og reglum um innflutningshöft sé framfylgt og dómsmálaráðuneytið ber almennt ábyrgð á lögreglunni sem sér um að lögum sé framfylgt.  Almennir lögreglumenn undir stjórn dómsmálaráðherra innheimta líka sektir sem síðan renna til fjármálaráðuneytisins.

Hver eru rökin fyrir því að hafa þetta aðskilið?  Má ekki sameina tollinn og lögregluna og láta lögregluna sjá um tollgæslu?  Hvað er því til fyrirstöðu? 

Ps. Í versta falli gæti lögreglan gert þjónustusamning við fjármálaráðuneytið ef þeir eiga að hafa eitthvað með þetta að gera.


mbl.is Embætti lögreglustjóra breytt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Daði Þorkelsson

Þetta er allt bara e-h leikrit, það er búið að aðskilja embættið fjárhagslega, en það finnst BB ekki nóg hann vill gera þetta alla leið svo það kosti alveg örugglega meira. Engin virðing fyrir skattpeningunum.

Daði Þorkelsson, 21.9.2008 kl. 01:13

2 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Auðvitað á þetta allt að vera í sameiginlegu innanríkisráðuneyti. Ég stóröfundaði S og D að hafa haft þann möguleika eftir síðustu kosningar, en því miður nýttu þau sér ekki tækifærið, heldur fjölguðu frekar en hitt, sem var falið með því að sameina landbúnaðinn og sjávarútveginn.

Gestur Guðjónsson, 21.9.2008 kl. 13:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband