Hvað hefur breyst frá því í gær?

Hvað breyttist frá því í gær?

Ég er í Bretlandi að horfa á BBC News.  Það er allt í rúst á mörkuðunum.  Mesta hrun ever!  Byrjaði í Asíu í morgun og síðan eftir því sem þeir opnuðu þá barst þetta til Evrópu og loks Ameríku.  Allt draslið hrundi. 

BBC NEWS: "This means that £93.4bn has been wiped off the value of the index's shares."

Ísland virðist vera að taka ívið dýpri dýfu en önnur lönd en samt er í raun ekkert sérstakt við ástandið á Íslandi að öðru leyti annað en að við eigum svo fáa banka.  Evrópskir bankar hafa hrunið niður eins og flugur í dag.  Þýska stjórnin var að bjarga þýskum banka í annað skipti á einni viku!


mbl.is Ný lög um fjármálamarkaði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Salvör  Kristjana Gissurardóttir

því miður á þetta bara eftir að versna. Nú er allt traust farið á fjármálamarkaði, ekki bara traust á íslenskum bönkum.

Salvör Kristjana Gissurardóttir, 7.10.2008 kl. 01:22

2 Smámynd: Sigurður Viktor Úlfarsson

Kosturinn við það er að þá er hlutfallsleg staða Íslands ekki jafn slæm til lengri tíma litið.  Það væri slæmt ef Ísland væri eina landið sem væri að taka svona djúpa dýfu.

Við stöndum í lappirnar.  Ég hef engar áhyggjur af öðru.

Sigurður Viktor Úlfarsson, 7.10.2008 kl. 01:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband