4.11.2008 | 15:03
Vandamálið hér er ekki Jón Ásgeir
Vandamálið hér er ekki Jón Ásgeir.
Í fyrsta lagi á samkeppniseftirlitið eftir að taka til meðferðar sameiningu 365 miðla og Árvakurs. Ég tel algerlega fráleitt að sú sameining verði leyfð þar sem sameinað fyrirtæki heldur nær 100% af dagblaðamarkaðnum. Þeim hlýtur að verða skipað að rifta þessum gjörningum.
Í öðru lagi er það ekki vandamál þótt Jón Ásgeir kaupi þessa fjölmiðla sem eru við það að fara á hausinn. Vandamálið er að það skuli engir aðrir vera tilbúnir að setja peninga í þessi fyrirtæki. Ég veit ekki um neinn sem hefur grætt á aðkomu sinni að fjölmiðlum á Íslandi. Það hafa margir sett peninga í Stöð 2 og ég held þeir hafi allir tapað þeim. Það að Jón Ásgeir sé enn tilbúinn að setja peninga þarna inn verður að teljast virðingarvert.
Það er hins vegar verðugt verkefni sem nýi fjölmiðlahópurinn fær að reyna að bjarga fjölmiðlamarkaðnum. Það verður ekki auðvelt verk en mikilvægi þess seint ofmetið.
Einn maður á alla miðla | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Sigurður eins og þú segir þá hafa ALLIR tapað peningum á því að vera í fjölmiðlum, afhverju! Afhverju ætti maður með viðskiptavit eins og Jón Ásgeir þá að hafa áhuga á því að eignast þetta ???
Jú því að almenningur gleypir allt úr fjölmiðlum og sá sem á fjölmiðlana getur haft gríðarleg áhrif á það hvaða þingmenn nái kjöri. Hann einn hefur þá öll völd til að skíta út pólítíkusa, hrósa þeim sem að eru honum hliðhollir og þar af leiðandi haft stórfelld áhrif á niðurstöður kosninga.
Arnar Geir Kárason (IP-tala skráð) 4.11.2008 kl. 15:36
Arnar: Er ekki í lagi að Jón Ásgeir eigi allt draslið ef almenningur er nægjanlega upplýstur um það? Fólk verður að læra að setja spurningarmerki við alla fjölmiðla og meta hvort upplýsingarnar sem þaðan koma séu áreiðanlegar. Gerist kannski seint samt
Karma (IP-tala skráð) 4.11.2008 kl. 16:04
Það væri að sjálfsögðu miklu betra ef eignarhaldið væri dreifðara. Á hinn bóginn er líka gott að sumu leyti að eignarhaldið sé skýrt. Þar með er ábyrgðin skýrari gagnvart almenningi.
Það er hins vegar mikilvægara en orð fá lýst að stöðva samruna 365 miðla og Árvakurs. Samkeppniseftirlitið hlýtur að stöðva hann. Með þeim samruna eru öll dagblöð á Íslandi, auk stærstu vefmiðla, komin á sömu hendi. Þótt það þurfi að halda þessum aðilum gangandi með ríkisfé þá má þetta alls ekki gerast. Einnig þarf að tryggja að þessir aðilar fari ekki á hausinn.
Sigurður Viktor Úlfarsson, 4.11.2008 kl. 23:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.