8.11.2008 | 01:37
Góð tillaga um Evrópumál
Bendi á góða tillögu um Evrópumál hjá Agli Jóhannssyni. Hann leggur til að við setjum stefnuna á það að uppfylla þau ákvæði sem kveðið er á um í Maastricht sáttmálanum til að við getum tekið upp Evruna.
Ákvæðin eru eftirfarandi:
- Verðbólga sé ekki meira en 1½% meiri en í þeim þremur Evrópusambandslöndum sem hafa minnsta verðbólgu
- Að í eitt ár séu meðalnafnvextir á langtímabréfum að hámarki 2% hærri en í þeim þremur löndum Evrópusambandsins sem hafa lægsta verðbólgu
- Að viðkomandi land hafi verið í gengissamstarfi Evrópu ERM í að minnsta kosti tvö ár án gengisfellingar og innan vikmarka.
- Að fjárlagahalli sé ekki meiri en 3% af VLF.
- Heildarskuldir hins opinbera mega ekki vera meiri en 60% af VLF.
Umræðuna má sjá hér.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.