Stóriðjuuppbygging á heilbrigðissviði - Rvík leggi stokk undir spítalann

Það er ánægjulegt að þetta mál sé á fullri siglingu og að Ögmundur skuli hafa haldið því gangandi áfram.  Nú er einmitt tíminn til að fara í þessa risaframkvæmd og nýta hana til að ýta byggingariðnaðinum í gang að ekki sé minnst á arkitektastofur, verkfræðistofur og þúsundir annarra sem koma að því að reisa slíkt mannvirki sem klárlega jafnast á við stóriðju þótt mengunin sé minni.

 

Ég hef líka verið á þeirri skoðun að Reykjavíkurborg eigi að nýta tækifærið þegar allt þetta svæði verður mokað upp hvort eð er og leggja göng/stokk frá Snorrabraut að Njarðargötu.  Í framtíðinni bættust þau við endann á Miklubrautargöngum sem þá væru komin frá Kringlunni og vestur að Njarðargötu.  Slíkt væri mjög skynsamleg nýting á fjármunum og því umstangi sem þarna er að fara fram.  Göngin/stokkurinn væru þá auðvitað tengd inn í sjúkrahússhönnunina. 

Lokatakmarkið (eftir 5-15 ár) væri að bæta við partinum frá Njarðargötu að Þjóðminjasafni og frá Kringlu að Grensásvegi.  Þá væri búið að sameina hverfin báðum megin Miklubrautarinnar alla þessa vegalengd og þegar flugvöllurinn fer eða minnkar á næstu áratugum yrði til eitt sameinað hverfi úr Þingholtunum og miðbænum og út í Vatnsmýri og jafnvel Skerjafjörð.


mbl.is Háskólasjúkrahús á áætlun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband