Æi blessaður karlinn - Af hverju setti hann fjölmiðlafrumvarpið ekki í þjóðaratkvæðagreiðslu??

Davíð er auðvitað öflugur ræðumaður en það er bara ekki trúverðugt þegar maður sem staðið hefur í stafni í þjóðfélagsins í 20 ár segir að allt sé öðrum að kenna en honum og að allir aðrir séu vondir og óhæfir sem eru á annarri skoðun en hann.

Ef hann vildi koma fjölmiðlafrumvarpinu í gegn á sínum tíma af hverju lagði hann það ekki bara fyrir þjóðina? Það eina sem Ólafur Ragnar gerði var að vísa málinu í þjóðaratkvæðagreiðslu enda hefur hann ekki völd til annars.

Maður veit ekki alveg hvort salurinn hló AÐ honum eða MEÐ honum. Þetta var vissulega oft fyndin ræða enda maðurinn almennt skemmtilegur og góður penni, en svolítið í anda Georgs Bjarnfreðarsonar enda stemningin í ræðunni svolítið þess leg.

Alzheimerbrandarinn var subbulegur.  Svona segir maður ekki Davíð, ef maður hefur hlotið lágmarksuppeldi.


mbl.is Víkingar með Samfylkingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur St Ragnarsson

Salurinn hló MEÐ honum- dettur þér annað í hug? Veruleikafirring og gagnrýnislaus foringjadýrkun. Nokkrir gengu út úr salnum eftir að hann fór að skíta niður endurreisnarnefndina og Vilhjálm Egils. Ég dáist að þeim.

Þetta er ein ljótasta og sóðalegasta ræða af hálfu (fyrrv.) stjórnmálaforingja sem sögur fara af.

Guðmundur St Ragnarsson, 28.3.2009 kl. 18:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband