Vonandi leggur hann orðið "Evróvisjón" af fyrir fullt og allt

Versta nýyrði sem komið hefur inn í íslenska umræðu undanfarin ár er orðið "Evróvisjón".  Mér skilst að þetta orðskrípi sé ættað frá fyrrverandi málfarsráðunauti RÚV en ég sel þá sögu ekki dýrar en ég keypti hana.

Evró er íslenskt forskeyti og allt í lagi með það.  Visjón er hins vegar ekki íslenskt orð að nokkru leyti.  Að blanda þessu tvennu saman í eitt orð er fullkomin móðgun við málið og ætti ekki að heyrast hjá sjálfu ríkisútvarpinu sem hefur ríkar skyldur þegar kemur að varðveislu tungumálsins.

"Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva" má stytta í "Evrópusöngvakeppnina" ef menn vilja.  Þar er um að ræða fínt íslenskt orð.  Það getur vel verið að þetta sé ekki eina söngvakeppnin í Evrópu en allir vita hvað um er rætt.  Síðan er auðvitað hægt að nota enska orðið "Eurovision" þótt slíkar enskuslettur séu auðvitað ekki æskilegar.  Það að blanda þessu tvennu saman í eitt orð sem hvorki er íslenskt né enskt er hins vegar skelfileg misnotkun á málinu, í raun báðum þessum tungumálum.

Um leið og ég býð nýjan málfarsráðunaut velkomin til starfa vona ég að hann eyði þessu orði "Evróvisjón" út úr málnotkun Ríkisútvarpsins fyrir fullt og allt.  Það væri gott fyrsta verk hans í starfi, nú í maímánuði þegar Evrópusöngvakeppnin er í öllum fjölmiðlum alla daga.


mbl.is Nýr málfarsráðunautur Rúv
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband