17.5.2009 | 21:10
Afarlítil pólitík í Eurovision - Endurspeglar fjölbreytileika Evrópu
Ég held að þessi "pólitík" sé stórlega ofmetin. Hins vegar held ég að smekkur, menningarhefð og það hvort þjóðir t.d. þekkja flytjanda annarra þjóða hafi mikið um þetta að segja.
Ég þekki engan Íslending sem telur sig knúinn til að greiði Norðurlandaþjóð atkvæði í Eurovision. Hins vegar finnst mér flestir Íslendingar líklegri til að leggja frekar við hlustir þegar lönd Norðurlandaþjóðanna eru flutt heldur en til dæmi Króatíu, Rúmeníu eða Azerbajan. Þess vegna eru þeir líklegri til að muna eftir þeim þegar kemur að kosningunni og þar með líklegri til að kjósa þau. Að sama skapi heyrir maður svolítið að "þessi Austur-Evrópulög eru öll eins" því þeirra taktur, hljóðfæraskipan og fleira hljómar ekki jafn kunnuglega í okkar eyrum. Á móti kemur að hún hljómar hugsanlega mun kunnuglegar í þeirra eyrum en okkar tónlist.
Oft eru helstu stjörnur viðkomandi landa að taka þátt fyrir þeirra hönd eins og hjá okkur. Þetta er oft tónlistarfólk sem er mjög vinsælt í löndunum í kringum viðkomandi land. Ef Færeyjar væru þátttakendur og Eyvör eða Jógvan tækju þátt fyrir þeirra hönd er alveg klárt að Íslendingar legðu frekar við hlustir heldur en með lög þar sem þeir þekkja ekkert til flytjandans.
Ég held því að þessi umræða um "pólitík" eigi ekki rök að styðjast svo neinu nemi.
Evróvisjón á Austurvelli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.