ASÍ: Skattleggja starfsmannahald og ráðningar en ekki umhverfismál og orkunotkun

ASÍ: "...nýja orku-, auðlinda- og umhverfisskatta – áformum sem sett hafa nýfjárfestingar í verulega óvissu á þessum viðsjárverðu tímum. Mikilvægt er að hafa í huga að skýr vilji hefur komið fram af hálfu atvinnulífsins til þess að axla þessa skattbyrði með öðrum hætti, m.a. tillögum um hækkun á atvinnutryggingagjaldi"

Þetta þýðir að ASÍ vill frekar skattleggja ráðningar hjá öllum fyrirtækjum, þ.e. að fyrirtæki greiði meira með hverjum starfsmanni í tryggingargjald, heldur en að skattleggja sérstaklega umhverfissóðaskap og orkunotkun hjá afmörkuðum hópi fyrirtækja sem nota mikla orku og hafa mikil umhverfisáhrif. 

Hér hafa menn nú eitthvað misstigið sig. 

Er ekki verið að reyna að skapa skilyrði til að draga úr atvinnuleysi og hvetja fyrirtæki til að ráða starfsfólk?  Það getur þá ekki verið málið að auka skatt á starfsmannahald sérstaklega frekar en aðra þætti í rekstrinum.


mbl.is ASÍ: Ekki viðunandi grunnur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég held að þetta sé í fyrsta sinn sem ég er sammála þér Siggi :)

Sigrún (IP-tala skráð) 3.11.2009 kl. 08:44

2 Smámynd: Sigurður Viktor Úlfarsson

Það hlýtur þá að vera stórhættulegt Sigrún. :)

Sigurður Viktor Úlfarsson, 4.11.2009 kl. 00:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband