Eina umboðsleysið innan borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins

OR var skipuð oddvitum allra flokka í borgarstjórn þegar þessar ákvarðanir voru teknar.  Umboðið og tengingin inn í borgarstjórn og borgarráð gæti því ekki hafa verið meiri.  Það er því fráleitt að ætla að þetta fólk hafi ekki haft umboð til athafna úr borgarstjórn.  Eina undantekningin virðast hafa verið fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í stjórninni.  Þar virðist fólk ekki hafa talað saman og fulltrúar flokksins því ekki sótt sér umboð til "félaga" sinna.

Í stað þess að viðurkenna mistök sín hafa þeir hins vegar reynt að klýna skömminni á alla aðra.  Björn Inga, Hauk Leósson, Guðmund Þóroddsson, Hjörleif Kvaran, Bjarna Ármannsson og yfirhöfuð alla sem hönd á festi aðra en sjálfa sig.  Þessi framkoma hefur orðið þeim til mikillar minnkunnar og það verða veruleg vonbrigði ef sexmenningarnir fá kosningu í næstu borgarstjórn.


mbl.is Gísli Marteinn: Blasti við að ákvörðun um samruna var tekin án umboðs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gott fólk í stjórn OR

...a.m.k. fyrir meirihlutann.  Vonandi tekst Bryndísi og félögum sem standa utan þessa borgarstjórnarsirkuss að vinna vel úr þessari stöðu þrátt fyrir þá borgarfulltrúa sem að baki þeim standa.  Vonin liggur líklega hjá Bryndísi og félögum að mjólkurkúnni og kálfinum hennar verði ekki slátrað.
mbl.is Staðan hjá OR metin á stjórnarfundi á morgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Aldrei meiri óvissa

Það hefur aldrei verið meiri óvissa um þetta mál.

Hingað til hafa verið í gildi samningar, annars vegar um samrunann og hins vegar um samband og þjónustu milli OR og REI.  Nú er búið að segja að það eigi að rifta þessu öllu saman en ekkert hefur verið sagt um hvað kemur í staðinn.

Því ríkir nú fullkomin óvissa um framhaldið, orkuútrásina og þar með áhrifin á REI og OR til lengri og skemmri tíma.


mbl.is Hanna Birna: Ákvörðunin eyðir óvissunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Umboðið alveg skýrt - Enginn skortur á verklagsreglum

„Ég get ekki séð að þetta sé neinum einum að kenna. Stjórnsýslan réð ekki við þessi nýju verkefni, hafði ekki verkferla og umboð manna var í mörgum tilfellum óljóst."

Hvað er óljóst?  Eigendur skipuðu stjórn fyrirtækisins sem vildi svo vel til að var skipuð oddvitum allra flokka í borgarstjórn.  Tengingin inn í borgarmálin gat ekki verið öflugri.

Þeir sem fara með eigendabréf OR eru borgarstjóri, bæjarstjórinn á Akranesi og sveitarstjórinn í Borgarbyggð.

Stjórn OR tók þær ákvarðanir sem hún átti að taka afstöðu til í þessu máli og eigendafundur (ofangreindra þriggja einstaklinga) tók þær ákvarðanir sem þeir áttu að taka afstöðu til.

Allur þessi hópur stjórnmálamanna úr öllum flokkum heldur því fram núna að hann hafi skort tíma til að setja sig inn í málin.  Af hverju greiddu þau þá atkvæði?  Af hverju frestuðu þau ekki málinu til þess að geta sett sig inn í málin?  Þetta er eins og að lenda í umferðaslysi og segja að sú staðreynd að þú keyrðir með bundið fyrir augun hafi ekkert með ábyrgð þína á málinu að gera.

Umboðið var alveg skýrt.  Það skorti engar verklagsreglur til að segja fólki að ef það veit ekki hvað það er að samþykkja þá eigi það að bíða með það þangað til það er búið að hafa tækifæri til að setja sig inn í málin.  Það má Svandís alla vega eiga að ein fulltrúa sat hún hjá við atkvæðagreiðsluna en sagði ekki já í blindni eins og hinir.


mbl.is Margrét Sverrisdóttir: Skiptir máli að hægt sé að hefja útrás á nýjum forsendum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekkert sagt um hvað gerist næst

Næstu skref eru hvergi tekin fram.  Það er einungis tekið fram að það eigi að stoppa og síðan á stjórn OR að hreinsa upp skítinn eftir þau.

Það geta komið tvenns konar niðurstöður úr þessu:

a) Jákvæð.  Farið verður aftur í gegnum ferlið, farið aftur í sameininguna og gerður annar þjónustusamningur lítið eitt breyttur.  Stjórnmálamennirnir geta þá hrósað sigri þrátt fyrir að eiginlega engin breyting hafi átt sér stað.

b) Neikvæð.  Ákveðið verður að hætta alveg við samrunann og samninginn.  Það þýðir að GGE sækir sér fólkið út úr REI og OR og menn gera þetta sjálfir.  Ef þetta verður raunin kæmi það mér reyndar mjög á óvart ef Guðmundur Þóroddsson og félagar yfirgæfu ekki skipið, stofnuðu eigið fyrirtæki eða gengju til liðs við GGE og tækju lykilstarfsmenn OR með sér.  Það myndi ég gera í þeirra sporum.

Við vonum að a) verði niðurstaðan meðan við enn njótum vafans.


mbl.is Svandís: Næg tilefni til að taka allan gjörninginn upp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skelfileg niðurstaða - Kosningar NÚNA!!!!

Þetta er skelfileg niðurstaða!!!  Mesti skaði sem stjórnmálamenn hafa gert í áratugi.

Það er ekki nóg með að stærsta tækifæri Íslandssögunnar, orkuútrásin, sé í uppnámi heldur eru helstu sérfræðingar OR í stórhættu.  Samningurinn gekk út á að þetta útrásarfyrirtæki ásældist ekki starfsmenn OR en OR ynni þess í stað fyrir REI fyrir hundruð milljóna á ári næstu 20 árin.  Þessu ætla stjórnmálamennirnir öllu að kasta á glæ.  Nú mun Geysir Green væntanlega sækja þessa starfsmenn OR gera þetta sjálft.

Auk þess mun orkuútrásin snúast upp í margra ára skaðabótamál fyrir dómstólum þar sem OR eða eigendur þess verða krafin um tugi milljarða í skaðabætur.  Varla mun REI geta gert mikið af samningum á meðan.  Ef ekki er ástæða til að krefjast kosninga núna þá veit ég ekki hvenær.

Eina ástæðan fyrir þessu er sú að þessir sömu stjórnmálamenn eru búnir að viðhafa svo stór orð í þessu máli að þeir geta ekki bakkað út úr þeim þótt ekkert sé athugavert við málið.  Enn og aftur snýst þetta um framhleypni og einkahagsmuni stjórnmálamannanna.

Það er algerlega magnað að það skuli vera stjórnmálaástandið á Íslandi en ekki í Djibuti sem drepur orkuútrásina.


mbl.is Borgarráð samþykkir að hafna samruna REI og Geysis Green
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ungt glæsilegt fólk - Gjöf skátastarf til samfélagsins

Sjálfstætt, virkt og ábyrgt, glæsilegt ungt fólk er besta gjöf sem hægt er að gefa samfélagi.

Skátahreyfingin er stærsta æskulýðshreyfing heims með um 40 milljónir virka þátttakenda í 155 löndum heims.  Til samanburðar eru allir íbúar Norðurlanda um 25 milljónir.  Um 500 milljónir manna hafa tekið þátt í skátastarfi á þeim hundrað árum sem skátastarf hefur verið við líði.  Markmið skátastarfs er að þroska og efla ungt fólk til að vera sjálfstæðir, virkir og ábyrgir einstaklingar í samfélaginu.

Frá því 1965 eru forsetamerkishafar orðnir á þrettánda hundrað!  Þetta öfluga fólk er á öllum aldri og starfar á öllum sviðum samfélagsins.  Forsetamerkishafar eiga það sameiginlegt að hafa stundað kröftugt skátastarf í 1000 klukkustundir eða meira.  Það verður því ekki hver sem er forsetamerkishafi.  Þau hafa tekist á við íslenska náttúru, þau hafa tekist á við krefjandi verkefni, þau hafa fengið tækifæri til að vinna með alls konar fólki og þau hafa lagt sig fram um að verða örlítið betri einstaklingur í dag en í gær með áherslu á gildi þess að hafa jákvæð áhrif á samfélagið í kringum sig, samvinnu, frið, náttúrurvernd og þá staðreynd að hlutir gerast ekki af sjálfu sér heldur þarf að framkvæma til að ná árangri.

Til hamingju Ísland með þetta glæsilega fólk og forsetamerkishafar, til hamingju með daginn.


mbl.is Skátar taka á móti forsetamerkinu á Bessastöðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fullkomlega óeðlilegt og umboðslaus yfirlýsing

Það er fullkomlega óeðlilegt að Ögmundur Jónasson setji fram sínar pólitísku skoðanir í nafni stjórnar BSRB.  Í það var stjórnin ekki kosin.

Hundruð starfsmanna OR úr öllum flokkum með alls kyns skoðanir á þessum málum eru félagar í BSRB í gegnum Starfsmannafélag Reykjavíkur og Bandalag háskólamanna.  Þessir starfsmenn hafa ekki veitt Ögmundi og félögum umboð til að senda frá sér yfirlýsingar sem þessar.


mbl.is BSRB vill að borgaryfirvöld ógildi samninga REI og GGE
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Afar slök blaðamennska - Á að greiða blaðamönnum pr. orð sem þeir skrifa?

Það er aum blaðamennska sem gengur út á að gera fullkomlega eðlilega hluti tortryggilega. 

Þetta fólk er á fullu í borgarmálunum og þarf að setja sig inn í ólík mál tengd þeim málaflokkum sem unnið er að.  Vinnan afmarkast á engan hátt við þessa föstu nefndarfundi heldur eru þeir minnsti hluti starfsins.  Það tekur miklu meiri tíma að setja sig inn í mál milli funda og fylgja þeim eftir.

Þetta fólk er að fara reglulega úr sinni daglegu vinnu til að sinna störfum á vegum borgarinnar.  Þetta eru fullkomlega eðlileg laun og það eina rétta að um sé að ræða föst laun fyrir þetta starf.  Það á ekki að telja þarna mínútur og sekúnur í dagvinnu og yfirvinnu.  Það er einfaldlega ekki hægt og kallar á endalaus vafamál og sjálftöku með tilheyrandi tortryggni.

Þarna er þetta bara hreint og beint, föst laun upp á þessar upphæðir á mánuði, fólkið vinnur eins og það telur sig þurfa að vinna.  Kjósendur ráða síðan á fjögurra ára fresti hvort afraksturinn hefur verið nægur til að fólkið eigi skilið endurráðningu. 

Á að fella niður föst laun blaðamanna og greiða þeim fyrir hvert orð sem þeir skrifa algerlega burt séð frá því hvað undirbúningsvinnan fyrir greinina tók langan tíma?  Þetta er afar slök blaðamennska og til enn meiri lítillækkunar fyrir 24 Stundir að setja þetta á forsíðuna.


mbl.is Varaborgarfulltrúar fá 300 þúsund á mánuði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Júlíus Vífill nær sér í fjölmiðlatíma vikunnar - Gott Bryndís

Jæja, þetta var þá bara Júlíus Vífill að galgopast og ná sér í fjölmiðlatíma vikunnar.  Gott Bryndís að láta hann ekki komast upp með neitt múður.
mbl.is Yfirlýsing stjórnarformanns OR: Túlkun Júlíusar Vífils fráleit
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband