Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Af hverju vinnur blaðamaður fréttina ekki lengra?

Af hverju vinnur blaðamaður fréttina ekki lengra?  Af hverju leitar hann ekki í gagnasafni Moggans, Finnur ummæli Þorbjargar á sínum tíma, bætir því inn í fréttina og setur þannig fram raunverulegar upplýsingar?

Þetta er auðvitað varla frétt svona ein og sér.  "Dagur sagði "jú" og Þorbjörg sagði "nei"".  Það er öll fréttin.


mbl.is Segir ekkert hæft í orðum Dags
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Svívirða við þjóðina og lýðræðið og hefur ekkert með ICESAVE að gera

Það að forsætisráðherra og fjármálaráðherra lýsi því yfir að þau ætli ekki að sýna lýðræðinu þá virðingu að mæta á kjörstað í opinberum kosningum er auðvitað svívirða við þjóðina og lýðræðið og hefur ekkert með ICESAVE að gera.

Þjóðin fór fram á að fá að kjósa. Þjóðin fær að kjósa. Það er lýðræði. Það að forsætisráðherra tali fyrir því að opinberar kosningar séu hundsaðar er lítilvirðing og brottrekstrarsök að mínu mati.

Það var á hreinu í upphafi þessa kjörtímabils að það yrðu mörg mál mjög erfið og því eðlilegt að ríkisstjórninni gengi erfiðlega að koma sumum alla leið. Ég hef skilning á því í núverandi ástandi.

Ég studdi áframhaldandi veru ríkisstjórnarinnar þangað til núna fyrir nokkrum dögum þegar Jóhanna og Steingrímur fóru að tala niður kosninguna og þegar þau sögðust ekki ætla að mæta tók steininn úr. Mér finnst það hreinn dónaskapur gagnvart þjóðinni og mjög alvarlegt. Þau hafa algerlega misst virðingu mína og fara vonandi frá sem fyrst. Vandamálið er hvað við fáum í staðinn. Það lítur ekkert sérstaklega vel út.


mbl.is Steingrímur: Ólíklegt að ég kjósi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Engin tenging við ICESAVE - Við höfum ekki orðið vör við neitt

Ég bý í Bretlandi vegna náms og er hérna ásamt fjölskyldu minni.  Við höfum ekki orðið vör við neitt nema elskulegheit í okkar garð þessa 16 mánuði sem við höfum verið hér.

Ég man bara eftir einum manni undanfarið ár sem fór að ræða ICESAVE og sá var mjög á rólegu nótunum og fannst þetta allt hið versta mál og við vorum honum að sjálfsögðu alveg sammála.

Þetta getur auðvitað verið rétt hjá manninum en þetta getur líka bara verið óánægður viðskiptavinur úr fasteignabransanum.  Það virðist enginn vita það fyrir víst.


mbl.is Veist að Íslendingi í Bretlandi vegna Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ASÍ: Skattleggja starfsmannahald og ráðningar en ekki umhverfismál og orkunotkun

ASÍ: "...nýja orku-, auðlinda- og umhverfisskatta – áformum sem sett hafa nýfjárfestingar í verulega óvissu á þessum viðsjárverðu tímum. Mikilvægt er að hafa í huga að skýr vilji hefur komið fram af hálfu atvinnulífsins til þess að axla þessa skattbyrði með öðrum hætti, m.a. tillögum um hækkun á atvinnutryggingagjaldi"

Þetta þýðir að ASÍ vill frekar skattleggja ráðningar hjá öllum fyrirtækjum, þ.e. að fyrirtæki greiði meira með hverjum starfsmanni í tryggingargjald, heldur en að skattleggja sérstaklega umhverfissóðaskap og orkunotkun hjá afmörkuðum hópi fyrirtækja sem nota mikla orku og hafa mikil umhverfisáhrif. 

Hér hafa menn nú eitthvað misstigið sig. 

Er ekki verið að reyna að skapa skilyrði til að draga úr atvinnuleysi og hvetja fyrirtæki til að ráða starfsfólk?  Það getur þá ekki verið málið að auka skatt á starfsmannahald sérstaklega frekar en aðra þætti í rekstrinum.


mbl.is ASÍ: Ekki viðunandi grunnur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þess vegna má ekki selja Gagnaveituna

 

Ljósleiðarinn er rafveita 21. aldarinnar.  Það er alveg ljóst að rafveitan var ekki farin að skila hagnaði á fyrstu árum sínum.  Það tók áratugi en kom hins vegar smám saman.  Hér er verið að hugsa til langs tíma, áratuga.

Af hverju má ekki bara selja Gagnaveituna?

Vegna þess að markaður með ljósleiðara væri vægast sagt ófullkominn, þ.e. samkeppni á þessum markaði er útilokuð.  Það hefur ekkert venjulegt fyrirtæki efni á því að leggja tugi milljarða í ljósleiðaralagningu í hvert hús til að fá af því arð eftir 10-20 ár.  Þess vegna er útilokað að það komi 4-6 aðilar inn á markaðinn sem leggi allir ljósleiðara um allar trissur.  Það mun því aldrei skapast virk samkeppni.  Einkaaðili sem keypti Gagnaveituna gæti því blóðmjólkað markaðinn með háu verði og einokunartilburðum sem dregið gæti verulega úr samkeppnishæfni Íslands ef aðgengi að ljósleiðaranum væri takmarkað á þennan hátt.

Þar sem ekki er hægt að skapa samkeppni UM ljósleiðarann þá er ætlunin að skapa samkeppni Á ljósleiðaranum, þ.e. meðal þeirra sem framleiða þjónustu inn á hann.  Þar eru miklu fleiri um hituna.

Árið í ár er auðvitað út úr korti hjá öllum fyrirtækjum sem hafa fjármagnað sig með erlendum lánum og það er því ekki skynsamlegt að taka langtímaákvarðanir á grundvelli þessa árs.  Aðgangur viðskiptavina GR að ljósleiðaranum á sanngjörnum kjörum mun hafa gríðarleg áhrif á samkeppnishæfni Íslands næstu ár og áratugi.  Vöndum okkur og köstum ekki barninu út með baðvatninu.


mbl.is Milljarðatap Gagnaveitunnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Styrkur til bankanna nýtist nemendum í staðinn

Í dag eru nemendur á yfirdrætti með 20% vöxtum þangað til LÍN borgar út námslánin í lok annar.  Þannig er töluverður hluti þeirrar fjárveitingar sem sett er í LÍN sem fer beint í það að greiða niður yfirdráttarvexti og er því í raun ríkisstyrkur til bankanna en ekki nemendanna.

Þessu þarf að breyta þannig að öll sú upphæð sem sett er í þennan málaflokk nýtist nemendum.  Það mætti til dæmis hugsa sér að nemendur fái úthlutað sínu námsláni fyrirfram en nái þeir ekki fullnægjandi námsárangri þá þurfi þeir að greiða fulla markaðsvexti af þeim hluta lánsins sem stendur út af.

Þarna er alla vega klárlega tækifæri til að nýta þá fjárveitingu sem nú þegar er sett í sjóðinn þannig að hún gagnist nemendum betur.


mbl.is Ekkert svigrúm til hækkana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eina leiðin er að losna við verðbólguna

Eina leiðin til að losna við verðtrygginguna er að losna við verðbólguna.  Óverðtryggð lán hafa verið í boði á Íslandi mjög lengi en fáir nýtt sér þau.  Ástæða þess er sú að verðbólgusveiflurnar á Íslandi hafa alltaf verið svo miklar að lánveitendur hafa orðið að hafa vexti óverðtryggðra lána mjög háa þar sem óvissan er svo mikil og vextirnir gera ráð fyrir meðaltalsverðbólgu yfir lánstímann.

Ef verðtryggingin verður afnumin þá verða eingöngu í boði óverðtryggð lán með háum vöxtum.  Verðbólga í Evrópu hefur verið undir 5% lengi.  Þess vegna eru vextir af lánum þar mun lægri.  Vextir á Íslandi munu ekki lækka við það að verðtryggingin verði afnumin.

Það sem mun hins vegar gerast er að þeir, sem hafa af fyrirhyggju lagt til hliðar fé í sparnað í stað þess að eyða því öllu strax, munu horfa á sparnaðinn sinn brenna upp því verðtryggingin mun alltaf verða afnumin bæði af sparnaði og skuldum.  Hún verður aldrei einungis afnumin öðru megin.  Þar mun verulega draga úr hvata til sparnaðar sem er mjög neikvætt skref fyrir íslenskt þjóðfélag.

Eina leiðin til að losna við verðtrygginguna er að losna við verðbólguna.  Ef verðbólga á Íslandi verður undir 4-5% í 15-20 ár þá munu vextir á óverðtryggðum lánum verða samkeppnishæfir.

Að afnema verðtrygginguna er draumsýn sem virkar ekki.  Hins vegar er fræðilegur möguleiki að skrúfa hana niður að raungildi með því að ríkið, sem aðallánveitandi landsmanna, greiði inn á lán fólks og borgi þannig niður verðtryggingu undanfarins árs.  Þarna erum við að tala um 20% leiðin sem Framsókn og Tryggvi Þór Herbertsson lögðu fram fyrir kosningar.  Ríkisstjórnin hefur talað þá leið út af borðinu með þeim rökum að hún sé of dýr.

Við verðum því líklega bara að borga af þeim lánum sem við tókum samkvæmt þeim skilmálum sem við skrifuðum undir.  Þeir sem höfðu rænu á því að borga niður lánin sín í góðærinu í stað þess að auka þau gera eitthvað skemmtilegra við peningana sína - enda eiga þeir það skilið.


mbl.is Vilja afnema verðtryggingu og leiðrétta lán
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gefumst ekki upp þótt móti blási!

1) Núna þurfum við einmitt stórar mannfrekar framkvæmdir sem hægt er að fara í NÚNA!.  Ef við ætlum að byrja á einhverju núna þá tekur það lágmark tvö ár að komast í framkvæmd.  Þarna eru allar áætlanir og allt hönnunarferlið klárt og einfaldlega hægt að smala fólki á staðinn og halda áfram að vinna.  Þess vegna er mikilvægt að láta ekki deigan síga.  Það þarf varla að réttlæta tónlistarhúsið sem slíkt, sú umræða hefur verið í gangi í 40 ár.

2) Önnur stórframkvæmd er bygging nýs sjúkrahúss.  Þar er um að ræða stóriðju á heilbrigðissviði sem veitir þúsundum hönnuða, verkfræðistofa, iðnaðarmanna og fólki úr fjölmörgum atvinnugreinum vinnu á meðan á byggingu stendur.  Þegar húsið er komið upp lækkar það síðan gríðarlega kostnað við rekstur sjúkrahússins auk þess að vera bylting í aðstöðu starfsfólks (sem dregur úr kostnaði við fjarvistir) og sjúklinga sem eykur líkur á farsælli meðferð og lægri endurkomukostnaði.  Núna er tími til að bretta upp ermar. 

3) Reykjavíkurborg ætti núna líka að skella sér í það að setja Miklubraut í stokk.  Þar gæti verið önnur stórframkvæmd með tilheyrandi afleiddum störfum.  Öll útboð eru t.d. miklu ódýrari núna en í venjulegu árferði.

4) Las ég ekki um daginn að við værum að greiða 2 milljarða á mánuði í atvinnuleysisbætur?  Þá á eftir að bæta við öllum öðrum félagslegum kostnaði vegna atvinnuleysisins plús tapaða framlegð vegna þess að þetta ágæta fólk er auðvitað ekki að skapa verðmæti með störfum sínum á meðan það er atvinnulaust.  Þarna liggur hinn raunverulegi kostnaður sem þarf að skera niður STRAX með því að skapa störf.


mbl.is Tónlistarhús 650 millj dýrara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Starfsmenn tóku á sig 400 milljónir - Sveitarfélögin tóku á sig 800 milljónir

Birgðunum var deilt.  Starfsmenn tóku á sig 400 milljónir frá því sem þeir höfðu áður.  Eigendurnir, sveitarfélögin þrjú, tóku á sig 800 milljónir frá því sem þeir höfðu áður. 

Þetta eru auðvitað ekki "venjulegir" eigendur eða "venjulegar" arðgreiðslur.  Það er ekki eins og þessir peningar endi á Tortúla.  Þetta eru fjármunir okkar sjálfra. 

Sveitarfélögin hafa þegar þurft að skera niður í starfsemi sinni um 800 milljónir vegna þess sem þau tóku á sig.  Hefur einhver áhuga á að þeir skeri niður aðrar 800 milljónir?


mbl.is Vill fundi um arðgreiðslur OR
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Afarlítil pólitík í Eurovision - Endurspeglar fjölbreytileika Evrópu

Ég held að þessi "pólitík" sé stórlega ofmetin.  Hins vegar held ég að smekkur, menningarhefð og það hvort þjóðir t.d. þekkja flytjanda annarra þjóða hafi mikið um þetta að segja. 

Ég þekki engan Íslending sem telur sig knúinn til að greiði Norðurlandaþjóð atkvæði í Eurovision.  Hins vegar finnst mér flestir Íslendingar líklegri til að leggja frekar við hlustir þegar lönd Norðurlandaþjóðanna eru flutt heldur en til dæmi Króatíu, Rúmeníu eða Azerbajan.  Þess vegna eru þeir líklegri til að muna eftir þeim þegar kemur að kosningunni og þar með líklegri til að kjósa þau.  Að sama skapi heyrir maður svolítið að "þessi Austur-Evrópulög eru öll eins" því þeirra taktur, hljóðfæraskipan og fleira hljómar ekki jafn kunnuglega í okkar eyrum.  Á móti kemur að hún hljómar hugsanlega mun kunnuglegar í þeirra eyrum en okkar tónlist.

Oft eru helstu stjörnur viðkomandi landa að taka þátt fyrir þeirra hönd eins og hjá okkur.  Þetta er oft tónlistarfólk sem er mjög vinsælt í löndunum í kringum viðkomandi land.  Ef Færeyjar væru þátttakendur og Eyvör eða Jógvan tækju þátt fyrir þeirra hönd er alveg klárt að Íslendingar legðu frekar við hlustir heldur en með lög þar sem þeir þekkja ekkert til flytjandans.

Ég held því að þessi umræða um "pólitík" eigi ekki rök að styðjast svo neinu nemi.


mbl.is Evróvisjón á Austurvelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband