Skiptir engu máli

Það skiptir engu máli hver fær þetta umboð.  Það eina sem skiptir máli er hver myndar meirihlutastjórn.  Ingibjörg nennir ekki að vinna með Steingrími og félögum og því getur enginn myndað meirihlutastjórn nema Ingibjörg og Geir.

Ingibjörg er að reyna að gera sig svolítið breiða svo hún verði ekki bara aftursætisfarþegi hjá Geir.  Ef Sjallarnir og Samfylking fara inn í ríkisstjórn hafa þeir slíkan meirihluta að þeir verða ekki felldir í kosningum næstu 10-15 árin.  Steingrímur og Framsókn sjá því fram á að ef Ingibjörg og Geir mynda stjórn þá komist þeir ekki að kjötkötlunum fyrr en 2025.  Það er því mikið í húfi.

Kannski félag rauðhærðra ætti að halda námskeið í viðbrögðum við tapi... Fyrst Eiríkur og nú Steingrímur! Wink


mbl.is Liggur í augum uppi að Geir á að fá umboðið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband